Fréttir og tilkynningar: október 2017

Fyrirsagnalisti

31. okt. 2017 : Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga liggja fyrir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tilögur ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaðir úthlutanir vegna ársins 2018. Tillögurnar birtust á vef stjórnarráðsins fyrr í dag.

Nánar...

30. okt. 2017 : Framúrskarandi árangur hjá Hafnarfjarðarbæ í jafnréttismálum

Jafnrettisvidurkenning-2017

Hafn­ar­fjarðarbær hlaut jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í ár fyrir að hafa innleitt fyrst sveitarfélaga jafnlaunastaðalinn. Starfsmat sveitarfélaga greiddi fyrir innleiðingu staðalsins.

Nánar...

23. okt. 2017 : Haustþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 18.–20. október 2017

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg. Eitt af meginverkefnum þingsins er að hafa eftirlit með stöðu Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, og eftirlit með framkvæmd sveitarstjórnakosninga, í aðildarríkjum Evrópuráðsins.

Nánar...

20. okt. 2017 : Þýðir minni losun minni gæði?

EndurnyjanlegOrka

Umhverfisþing stendur nú yfir í Hörpu og er gert ráð fyrir að því ljúki á fjórða tímanum síðdegis. Þingið er að þessu sinni helgað loftslagsbreytingum og losun gróðurhúsaloftegunda ásamt spurningunni um það hvort minni losun þýði minni lífsgæði? Bein útsending er frá þinginu.

Nánar...

19. okt. 2017 : Undirbúningur hafinn vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar

PPP_PRD_137_3D_people-Key_In_Keyhole

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur nú að mótun öryggisráðstafana í grunnskólum vegna persónuverndar. Markmið verkefnisins er tvíþætt eða að leiða annars vegar til lykta svonefnt Mentor-mál og hins vegar að greiða fyrir innleiðingu sveitarfélaga á nýjum lögum um persónuvernd innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Nánar...

19. okt. 2017 : Hvatt til frekari sameiningar á Austurlandi

Breiddalsvik

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri leggur til að Breiðdalshreppur sameinist Fjarðabyggð. Sameining við Fljótsdalshérað er ekki útilokuð í nýútkominni skýrslu sem unnin var að beiðni sveitarfélagsins.

Nánar...

19. okt. 2017 : Opið fyrir umsóknir í húsafriðunarsjóð

Arsskyrsla-010

Er til byggð í sveitarfélaginu þínu sem ástæða er til að varðveita vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis? Ef svo er, þá veitir húsafriðunarsjóður styrki til að vinna tillögur að slíkum verndarsvæðum.

Nánar...

16. okt. 2017 : Hlutverk, ábyrgð og einkenni á loftslagsstefnum sveitarfélaga

Hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga gagnvart skuldbindingum þjóðarinnar í loftslagsmálum er fremur óljóst. Engu að síður gegna sveitarfélögin veigamiklu hlutverki fyrir framkvæmd þessara alþjóðlegu samninga hér á landi.  Ólafía Erla Svansdóttir greinir stöðu loftslagsmála á sveitarstjórnarstiginu í nýútkominni meistararitgerð sinni sem nefnist „Loftslagsstefnur sveitarfélaga – Hlutverk, ábyrgð og einkenni“.

Nánar...

13. okt. 2017 : Stefnt að auknu jafnvægi á húsnæðismarkaði

Íbúðalánasjóði hefur verið falið að grípa til sérstakra aðgerða vegna erfiðrar stöðu á leigumarkaði. Í frétt á vef Íbúðalánasjóðs kemur fram að útgreiðsla húsnæðisbóta verður m.a. færð frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs. Umsýsla á sértækum húsnæðisbótum verður áfram hjá sveitarfélögum. Þá verður leigufélag stofnað um íbúðir sem Íbúðalánasjóður hefur eignast við nauðungarsölu.

Nánar...

13. okt. 2017 : Viðkvæmir hópar

Náum áttum hópurinn boðar til fyrsta morgunverðarfundar vetrarins miðvikudaginn 18. október nk. á Grand hóteli í Reykjavík. Að þessu sinni verður sjónum beint að viðkvæmum hópum í samfélaginu.

Nánar...
Síða 1 af 4