Fréttir og tilkynningar: september 2017

Fyrirsagnalisti

28. sep. 2017 : Opnað fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Sveitarfélög eru hvött til að sækja um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en þann 25. september sl. var opnað fyrir umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2018. Umsóknarfrestur er til 25. október næstkomandi. Vakin er sérstök athygli á að í kjölfar lagabreytinga er nú í fyrsta sinn auglýst í samræmi við nýjar reglur sem um sjóðinn gilda.

Nánar...

27. sep. 2017 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017 verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 5. og 6. október nk. Fjármálaráðstefnan er fjölmennasta ráðstefna sveitarfélaganna ár hvert en hana sækja að jafnaði um 400 manns, bæði kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélaga.

Nánar...

26. sep. 2017 : Sex mánaða uppgjör stærstu sveitarfélaganna

Sex-manadauppgjor-efnahagsreikningur-2017

Heildartekjur Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar og Akureyrarkaupstaðar jukust um tæp 11% á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman árshlutauppgjör þessara sveitarfélaga. Alls búa um 60% landsmanna í sveitarfélögunum fjórum.

Nánar...

19. sep. 2017 : Alþingiskosningar verða 28. október næstkomandi

Althingishus

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í gær.

Nánar...

18. sep. 2017 : Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga í deigunni

Husnaedisthing-2017

Húsnæðisþing, nýr vettvangur vegna húsnæðisstefnu stjórnvalda, verður haldið á vegum Íbúðalánasjóðs þann 8. nóvember nk. Stefnt er að því að staðan í gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaga verði kynnt á þinginu.

Nánar...

12. sep. 2017 : Skiptir kyn máli í bæjarpólitík?

Samband sveitarfélaga og Jafnréttisstofa héldu vel heppnaða málstofu á Fundi fólksins 8. september sl., um kynjaáhrif í bæjarpólitík. Svo skemmtilega vill til að spurningunni var svarað ýmist játandi eða neitandi.

Nánar...

12. sep. 2017 : Skipulagsdagurinn 2017

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Þjóðgarður á miðhálendinu er á meðal þess sem rætt verður um á Skipulagsdeginum, sem fram fer í Gamla bíói þann 15. september nk. Þá ræðir Mauricio Duarte Pereira, hönnuður á dönsku arkitektastofunni Gehl, um borgarskipulagsmál undir yfirskriftinni „Places are like people“ eða Staðir eru eins og fólk.

Nánar...

12. sep. 2017 : Sveitarstjórnarkosningar 2018 í deiglunni

jafnretti

Jöfnum leikinn er yfirskrift landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál sem fram fer í Stykkishólmi þann 15. sept. nk. Sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári verða í deiglu landsfundarins ásamt öðrum áhugaverðum og brýnum málefnum líðandi stundar.

Nánar...
Síða 1 af 2