Fréttir og tilkynningar: ágúst 2017

Fyrirsagnalisti

31. ágú. 2017 : Skiptir kyn einhverju máli í bæjarpólitík?

Hver eru tækifærin og hverjar eru hindranirnar þegar kemur að pólitískum völdum kvenna á sveitarstjórnarstigi? Samband íslenskra sveitarfélaga stendur ásamt Jafnréttisstofu að áhugaverðri málstofu um sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins þann 8. september nk.

Nánar...

29. ágú. 2017 : Fyrstu niðurstöður úr lesfimiprófum

Lesifimipróf er eitt af þeim mælitækjum sem grunnskólum mun standa til boða til að meta lestrarkunnáttu. Niðurstöður úr fyrstu prófunum benda til þess að yngstu árgangar grunnskólans standi almennt betur að vígi í lestrarhraða og nákvæmni, en árgangar á mið- og unglingastigi.

Nánar...

24. ágú. 2017 : Málþing um menntun fyrir alla á Íslandi

krakkar-i-skola

Skóli án aðgreiningar krefst að þeir opinberu aðilar sem þjónusta börn og  ungmenni viðurkenni sameiginlega ábyrgð á þessu mikilvæga verkefni. Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, ávarpaði í dag málþing um framkvæmd menntunar án aðgreiningar hér á landi.

Nánar...

23. ágú. 2017 : Biophilia menntaverkefnið breiðist út

Biophilia verkefnið sækir innblástur í samnefnt tónlistarverk Bjarkar Guðmundsdóttur. Kynning fer nú fram víðs vegar um landið, en verkefnið  hefur til þessa að mestu verið bundið við skóla á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar...

22. ágú. 2017 : Allir skólar fyrir öll börn

Á sama tíma og lög og aðalnámskrár leggja áherslu á jafnan rétt allra barna virðist skorta sameiginlegan skilning á því, að öll börn geti sótt alla skóla. Niðurstöður nýrrar úttektar á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi voru nýlega kynntar ráðherrum menntamála, velferðarmála og heilbrigðismála ásamt fulltrúum sveitarfélaga, kennara, skólastjórnenda og Heimilis og skóla.

Nánar...

18. ágú. 2017 : Tvöfalt meiri hagvöxtur utan höfuðborgar-svæðisins en á

Hagvöxtur mældist tvöfalt meiri utan höfuðborgarsvæðis en á, samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar Byggðastofnunar á hagvexti eftir landssvæðum árin 2008-2015. Mesti viðsnúningurinn á tímabilinu var á Reykjanesi og fór hagvöxtur þar úr -11% í 8% hagvöxt á tímabilinu.

Nánar...

14. ágú. 2017 : Styrkir til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks

Velferðarráðuneytið  auglýsir  lausa  til umsóknar styrki til úttekta á aðgengismálum fatlaðs fólks. Styrkirnir eru veittir í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem gert er ráð fyrir úttektum á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.

Nánar...

14. ágú. 2017 : Hafnarfjarðarbær fær jafnlaunavottun

Hafnafjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu. Markmiðið með innleiðingunni er að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt kvenna og karla, greiða þeim jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Nánar...

11. ágú. 2017 : Stuðlað að minni notkun plastpoka

Plaspokar-bannadir

Fyrsti plastpokinn sem var framleiddur hér á landi árið 1968, er enn til og verður svo um ókomin ár einhvers staðar í náttúrunni. Ástæðan er sú að plast brotnar niður á löngum tíma eða á 100-500 árum, allt eftir því hvernig það er gert. Sveitarfélög hafa mörg hver stuðlað að minni plastpokanotkun, eins og bent er á í fróðlegri samantekt í nýjasta tölublaði Sveitarstjórnarmála, en betur má ef duga skal.

Nánar...

10. ágú. 2017 : Þátttaka barna á sveitarstjórnarstigi í málefnum sem þau varða

Barnasattmalans-minnst-i-REK

Þátttaka barna á sveitarstjórnarstigi í málefnum sem þau varða
Ungmennaráð sveitarfélaga gegna mikilvægu hlutverki fyrir innleiðingu á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á þátttöku barna á sveitarstjórnarstigi í málefnum sem þau varða. Engin lagaleg skylda sé þó til staðar þegar kemur að starfsemi ungmennaráða eða markaðir tekjustofnar sem bendir til þess, að börn séu misjafnlega í sveit sett í þessum efnum, allt eftir búsetu.

Nánar...
Síða 1 af 2