Fréttir og tilkynningar: júní 2017

Fyrirsagnalisti

27. jún. 2017 : Fimmtándi fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í fimmtánda sinn í Skien, Noregi 15.-16. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands. 

Nánar...

19. jún. 2017 : Myndræn framsetning talnaefnis

Hag- og upplýsingasvið hefur að undanförnu þróað aðferðir við birtingu gagna. Notaður hefur verið hugbúnaðurinn Power BI frá Microsoft til að birta gögn myndrænt með gagnvirkum hætti. Þessar framsetningar eru nú aðgengilegar á vef sambandsins.

Nánar...

15. jún. 2017 : Árneshreppur – mun vegurinn enda eða byrja?

1Arneshreppur

Ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða, er hætta á því að heilsársbyggð í Árneshreppi á Ströndum leggist af.  Þetta eru skilaboð tveggja daga íbúaþings sem Árneshreppur, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Byggðastofnun stóðu fyrir í félagsheimilinu í Árnesi, 12. – 13. júní.

Nánar...

15. jún. 2017 : Handbók um skólaráð

Skolarad

Út er komin Handbók um skólaráðfyrir skólaráð sem unnin var í samstarfi Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Sambands Ísl. sveitarfélaga,  með ráðgjöf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Umboðsmanni barna og SAMFOK.

Nánar...

09. jún. 2017 : Starf félagsþjónustufulltrúa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu sérfræðings í málefnum félagsþjónustu sveitarfélaga á lögfræði- og velferðarsviði til eins árs vegna námsleyfis núverandi félagsþjónustufulltrúa. Félagsþjónustufulltrúi starfar ásamt öðrum sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga og öðrum velferðarmálum sem varða starfsemi sveitarfélaga.

Nánar...

09. jún. 2017 : Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis

Gardskagaviti-vef

Þann 7. júní sl. samþykktu bæjarstjórnir Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs að skipa samstarfsnefnd til að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna. Samþykktin kemur í kjölfar niðurstöðu samstarfshóps sem í vetur kannaði kosti og galla mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna sem og á grundvelli könnunar KPMG um viðhorf íbúa til sameiningar.

Nánar...