Fréttir og tilkynningar: maí 2017 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

05. maí 2017 : Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2017

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2017. Alls bárust umsóknir um styrki til 191 verkefnis frá 81 umsækjanda upp á tæpar 98 milljón króna. Ákveðið var að veita öllum verkefnum styrki og nam heildarfjárhæð styrkloforða kr. 44.914.000. Bréf með niðurstöðu úthlutunar hafa verið send umsækjendum.

Nánar...

04. maí 2017 : Valur Rafn Halldórsson nýr sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs

20170427_152310

Valur Rafn Halldórsson tók við starfi sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs þann 1. maí sl. Valur Rafn tekur við starfinu af Magnúsi Karel Hannessyni sem gengt hefur starfi sviðsstjóra frá 9. júlí 2001, en hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Nánar...

03. maí 2017 : Allt tekur breytingum í tímans rás

Karl Björnsson

Það hefur verið gæfa Sambands íslenskra sveitarfélaga að mega síðastliðin 16 ár njóta starfskrafta Magnúsar Karels Hannessonar. Allan þann tíma hefur hann starfað sem sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins. Eins og samstarfsmenn Magnúsar og sveitarstjórnarmenn um allt land vita, hefur Magnús sinnt starfi sínu af mikilli alúð og kostgæfni. Hann hefur lagt sig allan fram við að láta starfsemi sambandsins renna ljúflega gagnvart öllum sem að málum þess koma, en gætt þess þó að sýna jafnan festu og ráðvendni á öllum sviðum. Undirliggjandi er svo alltaf sú gleði og góði húmor sem Magnús býr yfir og geislar frá honum í allar áttir.

Nánar...

01. maí 2017 : Landsþingið 2017

Halldor_Halldorsson

Í lok mars sl. héldum við 31. landsþing sambandsins og það síðasta á kjörtímabilinu. Vel tókst til og góðar umræður sköpuðust. Næst höldum við landsþing að hausti 2018 þar sem mörkuð verður stefna fyrir nýhafið kjörtímabil. Að venju verður það landsþing þriggja daga og haldið norður á Akureyri.

Nánar...
Síða 2 af 2