Fréttir og tilkynningar: október 2016

Fyrirsagnalisti

28. okt. 2016 : Auknar tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum

Á vettvangi sambandsins hefur ítrekað verið rætt um mikilvægi þess að sveitarfélögin fái auknar tekjur af komu ferðamanna til landsins. Eins og staðan er í dag fá sveitarfélög tekjur af útsvari þeirra sem vinna við ferðaþjónustu auk fasteignaskatta af mannvirkum sem tilheyra ferðaþjónustunni. Þessar tekjur renna af mismiklum þunga til sveitarfélaga og telja sum sig verð nokkuð afskipt vegna þess. Þau telja útgjaldaþrýsting vera fyrir hendi en litlar sem engar tekjur í augnsýnt til að standa undir nauðsynlegum kostnaði við uppbyggingu og fleira.

Nánar...

27. okt. 2016 : Grábók - gráu svæðin í velferðarþjónustunni

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út yfirlit um grá svæði í velferðarþjónustunni. Í yfirlitinu er leitast við að svara spurningum varðandi grá svæði út frá sjónarhorni þjónustukerfanna annars vegar og notandans hins vegar.

Nánar...

25. okt. 2016 : Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá sveitarfélögum

kosning

Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum.  Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. M.a. hefur verið horft til annarra norrænna ríkja en þar hefur kosningaþátttaka einnig breyst til hins verra. Þar hafa verið gerðar tilraunir með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu með ýmsum hætti. Þær tilraunir eru sagðar hafa aukið kosningaþátttöku merkjanlega.

Nánar...

24. okt. 2016 : Fyrsti heildstæði rammasamningurinn við hjúkrunarheimilin

Þann 21.október sl. var gengið frá fyrsta heildstæða samningnum um þjónustu hjúkrunarheimila hér á landi.

Nánar...

20. okt. 2016 : Nýr miðlægur samningur um notkun á höfundarréttarvörðu efni í skólastarfi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan samning við Fjölís sem er hagsmunafélag höfundarréttarsamtaka. Þessi nýi samningur nær til allra skóla sem eru reknir af ríki eða sveitarfélögum eða njóta viðurkenningar og stuðnings hins opinbera í starfi sínu. Hann nær því til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla, tónlistarskóla og framhaldsfræðslu. Samningurinn leysir marga eldri samninga af hólmi, m.a. um ljósritun, auk þess að veita auknar heimildir við skönnun, rafræna eftirgerð og stafræna dreifingu.

Nánar...

19. okt. 2016 : Skóli fyrir alla - tvítyngd börn

Morgunverðarfundur sambandsins um skólamál var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Þetta er annar fundur sambandsins undir yfirskriftinni „Skóli fyrir alla“  og að þessu sinni var áhersla lögð á tvítyngd börn í leik- og grunnskólum. Vel var mætt á fundinn og þátttakendur og fyrirlesarar ánægðir með hvernig til tókst og góðar umræður.

Nánar...

10. okt. 2016 : Yfirlýsing ríkis og sveitarfélaga vegna stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna

Heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa lýst því yfir að efni lagafrumvarps um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sé ekki í fullu samræmi við samkomulag sem samtökin gerðu við ríki og sveitarfélög og undirritað var þann 19. september sl. Að mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga er fullt samræmi milli samkomulagsins og lagafrumvarpsins.

Nánar...

06. okt. 2016 : Drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, eftir umsögnum um drög að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum

Nánar...

05. okt. 2016 : Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur opnað fyrir umsóknir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til framkvæmda á ferðamannastöðum. 

Nánar...

05. okt. 2016 : Ungt fólk ræddi við ráðamenn

Dagana 28. og 29. september  stóð Ungmennaráð Árborgar fyrir ráðstefnu meðal ungs fólks þar sem öllum ungmennaráðum og sveitarstjórnum á Suðurlandi var boðið að taka þátt.

Nánar...