Fréttir og tilkynningar: ágúst 2016

Fyrirsagnalisti

31. ágú. 2016 : Stöðugreining 2016

Sambandið vekur athygli á að Byggðastofnun gaf nýlega út Stöðugreiningu 2016 sem unnin var í tengslum við nýja byggðaráætlun fyrir árin 2017-2023.

Nánar...

25. ágú. 2016 : Mat og mælingar á árangri skólastarfs

Skólastjórafélag Íslands, Háskóli Íslands, Sambanda íslenskra sveitarfélaga og Menntamálastofnun boða til ráðstefnu sem ber yfirskriftina Mat og mælingar á árangri skólastarfs: Vegur til farsældar?

Nánar...

25. ágú. 2016 : Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara undirritaður 23. ágúst 2016

Þann 23. ágúst s.l. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga  (SNS) og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) nýjan kjarasamning.

Nánar...

23. ágú. 2016 : Viðmiðunarfjárhæðir vegna aðstoðar við sameiningar sveitarfélaga hækkaðar

Breytt hefur verið vinnureglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna úthlutunar fjárhagslegrar aðstoðar Jöfnunarsjóðs til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Hafa viðmiðunarfjárhæðir verið hækkaðar en þeim var síðast breytt árið 2008.

Nánar...

22. ágú. 2016 : Kommunala Arbeiðsgevarafelagið heimsækir kjarasvið sambandsins

Launanefnd Færeyinga,  Kommunala Arbeiðsgevarafelagið heimsótti kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga dagana 17. og 18. ágúst s.l. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér starfsmatskerfið STARFSMAT.

Nánar...

17. ágú. 2016 : 100. fundur skólamálanefndar

Kaka

Skólamálanefnd sambandsins hélt sinn 100. fund sl. mánudag, 15. ágúst, en fyrsti fundur nefndarinnar fór fram 17. ágúst árið 2005. Í fyrstu nefndinni sátu þau Gunnar Einarsson, sem þá var sviðsstjóri fræðslusviðs í Garðabæ, Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík og Gunnar Gíslason fræðslustjóri á Akureyri. Fljótlega komu fram ábendingar um að það vantaði málsvara dreifbýlisins inn í nefndina og á fyrsta fund ársins 2006 tók Kristín Hreinsdóttir, sem þá var framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands, sæti í nefndinni.

Nánar...

17. ágú. 2016 : Fjórða starfsár GERT að hefjast

GERT verkefnið (grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) hefur nú lokið sínu þriðja starfsári og það fjórða um það bil að hefjast. Um er að ræða samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni. Markmið verkefnisins er að bjóða upp á lausnir fyrir nemendur og kennara í grunnskólum sem geta leitt af sér aukna þekkingu og ekki síður áhuga á raunvísindum og tækni og þannig uppfyllt betur framtíðarþörf vinnumarkaðar.

Nánar...

16. ágú. 2016 : Byggðaráðstefnan 2016

Byggðastofnun í samstarfi við Austurbrú, Breiðdalshrepp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Austurlandi stendur að ráðstefnu sem er ætlað að kynna nýjar rannsóknir í byggðamálum og reynslu af hagnýtu starfi og vera á þeim grunni vettvangur fyrir umræðu um stefnumótun. Ráðstefnan er haldin á Breiðdalsvík dagana 14.-15. september.

Nánar...

04. ágú. 2016 : Saga lands og þjóðar

Halldor_Halldorsson

Á dögunum var þess minnst að 150 ár eru liðin frá því að verslunarstaðurinn á Skutulsfjarðareyri fékk réttindi kaupstaðar. Þess var jafnframt minnst að 20 ár eru liðin frá því að nokkrar byggðir á norðanverðum Vestfjörðum sameinuðust í eitt sveitarfélag, Ísafjarðarbæ. Um var að ræða sex eldri sveitarfélög: Ísafjarðarkaupstað, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri, Mosvallahrepp og Mýrahrepp. Áður höfðu átt sér stað sameiningar þannig að Ísafjarðarbær er samansettur úr 11 eldri sveitarfélögum.

Nánar...

03. ágú. 2016 : Áhugaverð erindi á Skipulagsdeginum 15. september 2016

Við minnum sveitarstjórnarmenn á að merkja Skipulagsdaginn 15. september í dagatalið. Að þessu sinni verður áhersla Skipulagsdagsins á  gæði byggðar og umhverfis. Horft verður til þess hvernig beita má skipulagi til að tryggja gæði í byggðu umhverfi almennt og sérstaklega við uppbyggingu ferðamannastaða. Í því skyni höfum við fengið til liðs við okkur nokkra frábæra fyrirlesara:

Nánar...