Fréttir og tilkynningar: júní 2016

Fyrirsagnalisti

28. jún. 2016 : Styrkur úr jafnréttissjóði Íslands

Arna-Jonsdottir-og-Eyglo

Sunnudaginn 19. júní sl. tók Arna H. Jónsdóttir, lektor og formaður námsbrautar í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, við 3ja m.kr. styrk úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir hönd stýrihóps verkefnisins „Karlar í yngri barna kennslu“. Í hópnum eru fulltrúar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

28. jún. 2016 : Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2016

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2016. Alls bárust umsóknir um styrki til 205 verkefna frá 76 umsækjendum upp á rúmar 91 milljón króna. Ákveðið var að veita styrki til 203 verkefna og nam heildarfjárhæð styrkloforða kr. 44.681.000. Bréf með niðurstöðu úthlutunar hafa verið send umsækjendum.

Nánar...

28. jún. 2016 : Álagning fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar eru til ferðaþjónustu

Á síðasta ári sendi Samband íslenskra sveitarfélaga leiðbeiningar til sveitarfélaga um álagningu fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar eru til ferðaþjónustu. Þessar breytingar hafa nú verið uppfærðar með hliðsjón af breytingum sem Alþingi samþykkti í byrjun júní á lögum um veitinga- og gististaði.

Nánar...

16. jún. 2016 : Áhugaverð erindi á Skipulagsdeginum 15. sept.

Minnum á að merkja Skipulagsdaginn 15. september í dagatalið. Að þessu sinni verður áhersla Skipulagsdagsins á  gæði byggðar og umhverfis. Horft verður til þess hvernig beita má skipulagi til að tryggja gæði í byggðu umhverfi almennt og sérstaklega við uppbyggingu ferðamannastaða. 

Nánar...

07. jún. 2016 : Fjármálalæsi kennt í flestum grunn- og framhaldsskólum

Í kjölfar skýrslu stýrihóps um stöðu kennslu í fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum, sem skipaður var í júní 2011 og skilaði lokaskýrslu árið 2014, ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið m.a. að láta gera könnun meðal allra grunn- og framhaldsskóla um fjármálalæsi.

Nánar...

07. jún. 2016 : Lög um mat á umhverfisáhrifum til skoðunar

Starfshópur vegna endurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum hefur hafið störf, en honum er ætlað að gera tillögur að lagabreytingum sem nauðsynlegar eru til að innleiða ákvæði tilskipunar ESB  sem ætlað er að einfalda regluverk vegna mats á umhverfisáhrifum.

Nánar...

02. jún. 2016 : Viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands þann 1. júní. Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins „Hafðu áhrif“ sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir á vormánuðum en þar gafst almenningi kostur á að tilnefna eftirminnilega kennara.

Nánar...

02. jún. 2016 : Sumarvinna barna og unglinga

Nú er sumarið framundan og sumarvinna ungs fólks brátt að hefjast. Það ber að hafa margt í huga þegar ungt fólk er fengið í vinnu en vinnuslys hjá ungmennum 18 ára og yngri eru algeng.

Nánar...