Fréttir og tilkynningar: apríl 2016

Fyrirsagnalisti

28. apr. 2016 : Metnaðarfullt átak til eflingar leikskólastigsins

Frá og með síðustu áramótum eru allir grunn- og leikskólar í vestanverðri Rangárvallasýslu reknir innan Byggðasamlagsins Odda bs. Í  grein á vef dfs.is kemur fram að þetta fyrirkomulag fer vel af stað og sýnir vel hvernig nýta má samlegð og samtakamátt til eflingar skólastarfsins á svæðinu um leið og kostir þess að líta á hvern skóla sem sjálfstæða einingu eru nýttir.

Nánar...

25. apr. 2016 : Samstarf, sameining eða þriðja stjórnsýslustigið?

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á málþingi um rannsókn á samstarfi sveitarfélaga, sem haldið verður í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 29. apríl nk. Yfirskrift fundarins er „Samstarf, sameining eða þriðja stjórnsýslustigið?“

Nánar...

25. apr. 2016 : Gæði byggðar og umhverfis

Skipulagsstofnun stendur árlega fyrir Skipulagsdeginum í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Í ár verður skipulagsdagurinn haldinn 15. september á Grand Hótel í Reykjavík. Að þessu sinni verður áhersla Skipulagsdagsins á  gæði byggðar og umhverfis.

Nánar...

18. apr. 2016 : Tímamót í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga með nýju samkomulagi

Samkomulag vegna markmiða um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2017-2021 var í dag undirritað af fjármála- og efnahagsráðherra, innanríkisráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samkomulagið markar tímamót í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga og byggir á nýjum lögum um opinber fjármál.  Í þeim er kveðið á um nýjar áherslur þar sem horft er á opinber fjármál sem heild og áhersla lögð á að tryggja gott samspil opinberra fjármála og hagstjórnar.

Nánar...

15. apr. 2016 : Skýrsla skólaþings 2015 komin út

Skýrsla skólaþings sveitarfélaga, sem haldið var 2. nóvember sl., er komin út. Meginumfjöllunarefni þingsins voru tvö. Hið fyrra laut að læsi, metnaðarmáli ríkis og sveitarfélaga, en hið síðara varðaði innleiðingu vinnumats grunnskólakennara sem samþykkt var með kjarasamningi SNS og KÍ vegna grunnskólans í febrúar 2015.

Nánar...

13. apr. 2016 : Stuðningur við tónlistarnám

Miðvikudaginn 13. apríl var undirritað samkomulag um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Markmið samkomulagsins er að gera nemendum kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu.

Nánar...

13. apr. 2016 : Skýrsla um úttekt á slökkviliðum 2013-2015

Mannvirkjastofnun hefur gefið út skýrslu um úttekt á slökkviliðum á árunum 2013-2015. Í niðurstöðum hennar kemur fram að þó mörg slökkvilið vinni vel að brunavörnum vantar talsvert uppá að öll sveitarfélög uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum.

Nánar...

11. apr. 2016 : „Að finna balansinn“

Þriðjudaginn 10. maí nk. verður haldinn fyrsti morgunverðarfundur sambandsins um skólamál á Grand hóteli í Reykjavík. Yfirskrift þessa fyrsta fundar er: Skóli án aðgreiningar: „Að finna balansinn“. Skráning á fundinn er hafin.

Nánar...

11. apr. 2016 : 30. landsþing sambandsins

Föstudaginn 8. apríl 2016 var XXX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Reykjavík. Yfirskrift landsþingsins að þessu sinni var Umbætur og breytingar – tækifæri eða ógnanir? Meginumræðuefni landsþingsins voru fjármál sveitarfélaga og húsnæðismál.

Nánar...

11. apr. 2016 : Vorfundur GERT 2016

Á vorfundi GERT – Grunnmenntun efld í raunvísinum og tækni - sem haldinn var 7. apríl s.l.  var farið yfir skólaárið sem er að líða. Verkefninu hefur miðað vel og er það sérstakt fagnaðarefni að að þátttökuskólum fjölgaði úr fjórum í tólf.

Nánar...
Síða 1 af 2