Fréttir og tilkynningar: febrúar 2016

Fyrirsagnalisti

24. feb. 2016 : Málþing og námskeið um jafnrétti í sveitarfélögum

Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við Jafnréttisstofu og jafnréttisráð, boða til málþings og námskeið undir yfirskriftinni Jafnrétti í sveitarfélögum, dagana 31. mars og 1. apríl 2016.

Nánar...

24. feb. 2016 : Tekið við umsóknum í Sprotasjóð til miðnættis 29. febrúar

Stjórn Sprotasjóðs minnir á að auglýstur umsóknafrestur í Sprotasjóð  leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2016-17 rennur út föstudaginn 26. febrúar.  
Ákveðið hefur verið að taka við umsóknum til miðnættis 29. febrúar nk. 

Nánar...

19. feb. 2016 : Samráðsfundur um áhrif laga um opinber fjármál á sveitarfélögin

Lög um opinber fjármál nr. 123/2015 eru komin til framkvæmda.  Í 11. gr. laganna er fjallað um samskipti og samráð ríkis og sveitarfélaga. Sambandið kom að mótun þessarar lagasetningar og hefur þróun og staða málsins hverju sinni verið kynnt fyrir sveitarfélögum á fjármálaráðstefnum og landsþingum undanfarin ár.

Nánar...

16. feb. 2016 : Úttekt á samráðsferli Landsskipulagsstefnu 2015-2026

Að beiðni Skipulagsstofnunar hefur Capacent unnið úttekt á samráðsferli Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Markmið úttektarinnar er að afla upplýsinga sem geta nýst til að styrkja og bæta ferlið við mótun næstu landsskipulagsstefnu, afla upplýsinga um upplifun þátttakenda í ferlinu og að greina hvernig tekist hafi til við að móta heildstæða framtíðarsýn um skipulagsmál á landsvísu. 

Nánar...

06. feb. 2016 : Dagur leikskólans 2016

Föstudaginn 5. febrúar var Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í níunda sinn. Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla starfi sem þar fer fram. Í tilefni dagsins var Orðsporið veitt við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís og úrslit kunngjörð í tónlistarmyndbandakeppni.

Nánar...

05. feb. 2016 : Ölfus trónir á toppnum

Sveitarfélagið Ölfus trónir á toppnum í landsleiknum Allir lesa og er meðallestur á íbúa rúmar 12 klukkustundir. 

Nánar...

05. feb. 2016 : Yfirlýsing vegna kjarasamnings

Vegna yfirlýsinga Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, í fjölmiðlum um skuldbindingargildi kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem undirritaður var þann 3. febrúar síðastliðinn, vill Samband íslenskra sveitarfélaga að eftirfarandi komi fram.

Nánar...

03. feb. 2016 : Ráðstefna um umhverfismál og sjálfbærni

 

ICLEI -  eru alþjóðleg hagsmunasamtök sveitarfélaga og borga um umhverfismál og sjálfbærni. Samtökin standa 27.-29. apríl nk.  fyrir 8. evrópsku ráðstefnunni fyrir sjálfbær sveitarfélög og borgir í Bilbao,  Spáni.

Nánar...

01. feb. 2016 : Verkalýðsfélag Akraness tapar félagsdómsmáli gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Föstudaginn 29. janúar sl. vísaði Félagsdómur frá máli sem Verkalýðsfélag Akraness höfðaði á hendur Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna meints brots á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur vegna aðildar Sambands íslenskra sveitarfélaga að SALEK rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðar frá 27. október 2015.

 

Nánar...
Síða 1 af 2