Fréttir og tilkynningar: október 2015

Fyrirsagnalisti

30. okt. 2015 : Bein útsending verður frá Skólaþingi sveitarfélaga

Skráningu á Skólaþing sveitarfélaga sem haldið verður nk. mánudag 2. nóvember hefur verið lokað.

Nánar...

28. okt. 2015 : Árbók sveitarfélaga 2015 komin út

Árbók sveitarfélaga 2015 er komin út. Í árbókinni er að finna áhugaverða tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga og er leitast við að gera upplýsingar úr ársreikningum eins samanburðarhæfar milli sveitarfélaga og fært er.

Nánar...

19. okt. 2015 : Framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks

Við gerð samkomulags um yfirfærslu málefna fatlaðs fólks í upphafi árs 2011, var m.a. fjallað um framtíðarverkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga á sviði atvinnumála fatlaðs fólks. Vinna skyldi að því máli á reynslutímabili yfirfærslunnar með það fyrir augum að tryggja öruggan grundvöll undir samstarf milli Vinnumálastofnunar og sveitarfélaga. Nokkuð skiptar skoðanir reyndust vera um útfærslur og leiðir.

Nánar...

19. okt. 2015 : Skólaþing sveitarfélaga 2015

Skólaþing sveitarfélaga verður haldið mánudaginn 2. nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Meginþema þingsins eru tvö að þessu sinni; Læsi — metnaðarmál ríkis og sveitarfélaga, annars vegar, og Vinnumat grunnskólakennara hins vegar.

Nánar...

16. okt. 2015 : Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar

Athygli sveitarfélaga er vakin á að Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur unnið drög að endurskoðaðri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Reglugerðardrögin eru nú til kynningar og er unnt að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 30. október.

Nánar...

14. okt. 2015 : Tekjustofnar sveitarfélaga í brennidepli

Tekjustofnar sveitarfélaga hafa verið áberandi í ályktunum landshlutasamtaka sveitarfélaga en þau halda aðalfundi sína nú á haustdögum. Nú þegar hafa aðalfundir SSA, Eyþings, FV og SSS farið fram, sem og haustþing SSV. SSNV heldur sinn aðalfund 16. október, SSH og SASS halda sína aðalfundi síðustu helgina í október.

Nánar...

13. okt. 2015 : Karlar í yngri barna kennslu

Þann 9. október sl. var haldinn morgunverðarfundur á Grand Hóteli sem bar yfirskriftina „Karlar í yngri barna kennslu – hvað ætlar þú að gera?“

Nánar...

09. okt. 2015 : Umsögn sambandsins um forsendur fjárlaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent nefndasviði Alþingis umsögn sína um frumvarp um forsendur fjálaga, 2. mál.

Nánar...

08. okt. 2015 : Ríki og sveitarfélög þurfa að sitja við sama borð við úthlutun fjármuna til ferðamannastaða

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, 133. mál.

Nánar...

06. okt. 2015 : Vegvísir í ferðaþjónustu

Í dag var undirritað samkomulag milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar um að sett verði á laggirnar Stjórnstöð ferðamála sem mun starfa til ársloka 2020.

Nánar...
Síða 1 af 2