Fréttir og tilkynningar: september 2015

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2015 : Mannauðsstjórar í nýjum hlutverkum eftir hrunið

Eftir efnahagshrunið varð tímabundin breyting á högum mannauðsstjóra sveitarfélaganna. Þeir fengu ný hlutverk í ljósi breyttra aðstæðna, þegar farið var í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði og bregðast við gjörbreyttum ytri aðstæðum.

Nánar...

30. sep. 2015 : Ráðstefna um sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni

Nú er hægt að skrá sig á ráðstefnuna um sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni  sem verður haldin 26. október nk. á Grand hóteli, Reykjavík. Einnig er vakin athygli á því að Nordregio hefur, í tilefni ráðstefnunnar, gefið út fréttabréf um þróun sveitarstjórarstigsins á Norðurlöndum undanfarin ár.

Nánar...

29. sep. 2015 : Nordregio 2015

Norræna byggðastofnunin Nordregio, heldur árlega áhugaverðar ráðstefnur sem eru haldnar til skiptist í aðildarlöndum stofnunarinnar.  Ráðstefnan í fyrra var haldinn í Reykjanesbæ og ráðstefnan 2015 verður haldin 25.-26. nóvember nk. á Helsingaeyri, Danmörku.

Nánar...

29. sep. 2015 : Skráning á skólaþing 2015

Opnað hefur verið fyrir skráningu á skólaþing sveitarfélaga 2015 sem haldið verður á Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 2. nóvember nk. Þingið hefst kl. 09:30 en áformað er að því ljúki um kl. 16:00 sama dag.

Nánar...

28. sep. 2015 : Lífleg skoðanaskipti um vinnumat kennara

„Aðalmálið er að leggja áherslu á nám og framfarir nemenda í skólastarfinu og komast út úr mínútutalningu og argaþrasi um smáatriði, sem einkenndi tungutak og hugarfar kjarasamninga fyrri ára. Hugsa frekar um kjarnastarf skólans,“ sagði Karl Frímannsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Hann var annar tveggja framsögumanna um innleiðingu og áhrif vinnumats grunnskólakennara.

Nánar...

28. sep. 2015 : Miklar sveiflur á fáum árum

„Búsetubreytingar og breytt aldursskipting íbúanna hafa áhrif á afkomu sveitarfélaga. Sveitarstjórnir ættu að gefa þessari þróun gaum,“ sagði Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Hann brá upp myndum sem sýna mikla sögu um búsetuþróunina frá 1998.

Nánar...

28. sep. 2015 : Umsóknir um styrki til uppbyggingar ferðamannastaða 2016

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2016. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 16. október 2015.

Nánar...

25. sep. 2015 : Undanþágubeiðnir brátt afgreiddar í velferðarráðuneyti

Velferðarráðuneytið mun fljótlega afgreiða beiðnir nokkurra sveitarfélaga um undanþágu frá því að uppfylla lagaskilyrði um lágmarksfjölda íbúa innan þjónustusvæðis vegna málefna fatlaðs fólks. Nokkrum sveitarfélögum var veitt slík undanþága í febrúar 2015.

Nánar...

25. sep. 2015 : Húsnæðismálin efst í huga velferðarráðherra

Velverðarráðherra sagði að ríki og sveitarfélög yrðu að taka höndum saman um lausnir og leiðir til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á ódýru húsnæði. Ríkið geti lagt sitt af mörkum með því að breyta byggingarreglugerð og skipulagslögum.

Nánar...

25. sep. 2015 : Aukin útgjöld vegna ferðafólks en hvar eru tekjurnar?

Hlutverk sveitarfélaga í ferðaþjónustu á Íslandi er verulegt og vaxandi og útgjöld þeirra aukast í samræmi við það. Sveitarfélögin skortir hins vegar tekjur til að standa undir þjónustu sinni og verkefnum, þrátt fyrir að mörg ný störf hafi skapast í greininni sem hafa fært sveitarfélögum útsvarstekjur. Þetta kom fram í erindi Kristins Jónassonar, bæjarstjóra í Snæfellsbæ, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 3