Fréttir og tilkynningar: ágúst 2015
Fyrirsagnalisti
Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2016-2017
Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2016–2017. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2015.
Nánar...Þjóðarsáttmáli um læsi

Fyrsta undirritun Þjóðarsáttmála um læsi fór fram í Borgarbókasafninu í dag, mánudaginn 24. ágúst, þegar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sigríður Björk Einarsdóttir fulltrúi Heimilis og skóla undirrituðu hann að viðstöddum hópi leikskólabarna og fleiri gestum.
Nánar...Mat á framkvæmd menntastefnu um skóla án aðgreiningar
Starfshópur um mat á framkvæmd menntastefnu um skóla án aðgreiningar skilaði nýverið af sér skýrslu. Vinnan hófst haustið 2013 með þátttöku mennta- og menningarmálaráðuneytis, Skólastjórafélags Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara.
Nánar...Á jafnræðisgrundvelli

Samband íslenskra sveitarfélaga fagnaði á dögunum 70 ára afmæli sínu. Það var stofnað á þingi þar sem saman voru komnir 54 fulltrúar frá 38 sveitarfélögum gagngert í þeim tilgangi að stofna með sér samband sveitarfélaga. Þingið var haldið 11.-13. júní 1945 og er því einungis tæpu ári yngra en íslenska lýðveldið. Fullyrða má að stofnun sambandsins hafi reynst mikið gæfuspor fyrir sveitarfélögin í landinu. Með tilkomu þess eignuðust þau sameiginlegan málsvara sem hefur frá upphafi kappkostað að gæta hagsmuna þeirra gagnvart ríkisvaldinu og öðrum sem og að koma góðum málum til leiðar sem sveitarfélögin ættu frumkvæði að.
Nánar...Drög að breytingu á reglugerð um skilgreiningu héraðsvega til umsagnar
Skilgreiningu héraðsvega var breytt lítillega með breytingu Alþingis á vegalögum nr. 80/2007 í febrúar síðastliðnum. Af þeim sökum er nauðsynlegt að breyta reglugerð um héraðsvegi. Unnt er að senda innanríkisráðuneytinu umsögn um reglugerðardrögin til 24. ágúst næstkomandi.
Nánar...