Fréttir og tilkynningar: júní 2015
Fyrirsagnalisti
Ársreikningar A-hluta 2014
Hag- og upplýsingasvið sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út fréttabréf þar sem koma fram upplýsingar um afkomu A-hluta sveitarsjóða á árinu 2014. Fyrir liggja niðurstöður frá 69 sveitarfélögum sem hafa 99,7% íbúanna.
Nánar...Annað starfsár GERT verkefnisins á enda
GERT verkefnið ( grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni) hefur nú lokið öðru starfsári sínu. Um er að ræða samstarfsverkefni sambandsins, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni.
Nánar...Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu
Undanfarið hafa sambandinu borist allmargar fyrirspurnir um álagningu fasteignaskatts á mannvirki í ferðaþjónustu. Ástæða þykir til þess að taka svör við þeim saman til þess að auðvelda sveitarfélögum að skerpa á verklagi.
Nánar...Ellefti fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA haldinn í Stange, Noregi
Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í ellefta sinn í Stange, Noregi 11.-12. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti tólf kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi, sex frá hvoru landi, og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.
Nánar...Fyrsti samráðsfundur
Á grundvelli viljayfirlýsingar um faglegt samstarf sem undirrituð var í október 2014 komu Menntavísindasvið Háskóla Íslands (MVS) og sambandið saman til fyrsta formlega samráðsfundar mánudaginn 8. júní. Á fundinum kynnti Jóhanna Einarsdóttir, forseti MVS, aðgerðaáætlun sem unnin hefur verið á MVS á grundvelli ytri úttektar sem gerð var á árangri sameiningar HÍ og KHÍ.
Nánar...Nemar í leikskólafræðum styrktir til náms
Reglur um námsstyrki til nema í Hveragerði sem leggja stund á háskólanám í leikskólakennarafræðum og annaðhvort vinna í leikskólum Hveragerðisbæjar eða hafa áform um að gera það hafa verið samþykktar af bæjarstjórn.
Nánar...Viðbótarumsögn um frumvarp um skipulag og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis viðbótarumsögn við nefndarálit og breytingartillögur nefndarinnar um ofangreint mál. Helstu ábendingar í umsögninni eru eftirfarandi:
Nánar...Vegna misvísandi frétta af félagsdómi
Vegna misvísandi fréttaflutnings Akureyrar-vikublaðs, þann 4. júní 2015, um dóm Félagsdóms í máli Sjúkraliðafélags Íslands gegn Akureyrarbæ vill Samband íslenskra sveitarfélaga koma eftirfarandi staðreyndum málsins á framfæri:
Nánar...Félagsdómur vegna launasetningar sjúkraliða
Þann 20. maí 2015, féll dómur Félagsdóms í máli nr.1/2015, sem Sjúkraliðafélag Íslands höfðaði vegna ágreinings við samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um túlkun á ákvæðum kjarasamnings aðila, sem undirritaður var 23. október á síðasta ári.
Nánar...Námskeiðum fyrir félagsþjónustunefndir lokið
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur um árabil, í kjölfar sveitarstjórnarkosninga haldið úti námskeiðum fyrir kjörna sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og nefndamenn um hin ýmsu verkefni er varða stjórnun sveitarfélaga.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða