Fréttir og tilkynningar: maí 2015

Fyrirsagnalisti

20. maí 2015 : Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra 2015

heimiliogskoli

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 20. sinn miðvikudaginn 20. maí sl. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna. Að því loknu afhenti formaður dómnefndar, Gísli Hildibrandur Guðlaugsson verðlaunin ásamt Önnu Margréti Sigurðardóttur, formanni Heimilis- og skóla, og Hrefnu Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóra Heimilis- og skóla. Alls bárust 35 gildar tilnefningar til verðlaunanna.

Nánar...

15. maí 2015 : Opið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla

SIS_Skolamal_190x160

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2015-2016 (1. ágúst 2015 - 31. júlí 2016). Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2015. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir.

Nánar...

12. maí 2015 : Ársfundur LSS 2015

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 26. maí kl. 16:30 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89, Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg ársfundarstörf skv. samþykktum sjóðsins og önnur mál sem löglega eru upp borin.

Nánar...

11. maí 2015 : Umsagnir um þingmál

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Eins og jafnan á þessum tíma árs hefur starfsfólk sambandsins í nógu að snúast við gerð umsagna um þingmál og að mæta fyrir nefndi Alþingis til að gera grein fyrir afstöðu sambandsins til þingmála.

Nánar...

06. maí 2015 : „Best Practice“ – „Góð viðmið“

Á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur um nokkurt skeið verið starfandi vinnuhópur sem hafði það að markmiði að draga saman yfirlit um skilvirkt vinnuferli við undirbúning fjárhagsáætlana sveitarfélaga, ákvarðanatökuferlið sjálft og eftirlit með framkvæmd þess.

Nánar...