Fréttir og tilkynningar: apríl 2015

Fyrirsagnalisti

25. apr. 2015 : Almenn viðmið um skólareglur í grunnskóla komin út

Samkvæmt reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum skal setja skólareglur í hverjum grunnskóla með skýrum viðbrögðum og viðurlögum við brotum á þeim. Í 9. grein hennar segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga skulu í samráði við aðila skólasamfélagsins útbúa almenn viðmið um skólareglur.

Nánar...

24. apr. 2015 : Staðsetning ríkisstarfa

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Byggðastofnun hefur látið gera könnun á staðsetningu ríkisstarfa miðað við áramótin 2013/2014. Helstu niðurstöður hennar eru að þau stöðugildi sem greidd voru í gegnum Fjársýsluna og stöðugildi á vegum opinberra hlutafélaga voru samtals 18.718. Ef horft er á fjölda stöðugilda á vegum stofnana og aðila sem njóta framlaga frá ríkinu til starfsemi sinnar þá bætast við 3.865 stöðugildi og þar með eru stöðugildin alls 22.584 um áramótin 2013/2014. Þarna er verið að „víkka út“ skilgreininguna á hvað er talið með sem ríkisstörf.

Nánar...

24. apr. 2015 : Úthlutað úr Sprotasjóði skólaárið 2015-2016

growth

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2015-2016. Alls bárust 172 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 360 millj. kr. Veittir voru styrkir til 45 verkefna að upphæð rúmlega 49. millj. kr.

Nánar...

15. apr. 2015 : Aukið samstarf í kjaramálum á opinberum vinnumarkaði

Á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga, sem haldinn var í dag, skrifuðu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenska sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undir samkomulag um aukið samstarf opinberra vinnuveitenda í kjaramálum.

Nánar...

08. apr. 2015 : Úttekt á markvirkni íslenska skólakerfisins

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur birt skýrslu með upplýsingum um framkvæmd menntamála á Íslandi með tilliti til starfsemi, mannauðs og stefnu stjórnvalda

Nánar...

07. apr. 2015 : Evrópsk stjórnsýsluverðlaun, EPSA 2015

Íslensk sveitarfélög geta tilnefnt verkefni til verðlauna. Tilnefningarfrestur er til 24. apríl nk. Nánari upplýsingar á www.epsa2015.eu

Nánar...

01. apr. 2015 : Fyrsti fundur nýrrar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Fyrsti fundur nýskipaðar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fór fram í innanríkiráðuneytinu í síðustu viku. Eftir breytingar á lögum um jöfnunarsjóðinn er nefndin nú skipuð sjö fulltrúum í stað fimm áður. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir sex fulltrúa í nefndina en formaður er skipaður án tilnefningar, nýr formaður nefndarinnar er Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.

Nánar...