Fréttir og tilkynningar: apríl 2015
Fyrirsagnalisti
Orlofsferð starfsmanna sambandsins

Flestir starfsmenn sambandsins halda í orlofsferð miðvikudaginn 29. apríl og verða erlendis út vikuna. Afgreiðsla og símaskiptiborð sambandsins verða því lokuð 29. og 30. apríl. (Skrifstofan er lokuð föstudaginn 1. maí.)
Nánar...Almenn viðmið um skólareglur í grunnskóla komin út

Samkvæmt reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum skal setja skólareglur í hverjum grunnskóla með skýrum viðbrögðum og viðurlögum við brotum á þeim. Í 9. grein hennar segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga skulu í samráði við aðila skólasamfélagsins útbúa almenn viðmið um skólareglur.
Staðsetning ríkisstarfa

Byggðastofnun hefur látið gera könnun á staðsetningu ríkisstarfa miðað við áramótin 2013/2014. Helstu niðurstöður hennar eru að þau stöðugildi sem greidd voru í gegnum Fjársýsluna og stöðugildi á vegum opinberra hlutafélaga voru samtals 18.718. Ef horft er á fjölda stöðugilda á vegum stofnana og aðila sem njóta framlaga frá ríkinu til starfsemi sinnar þá bætast við 3.865 stöðugildi og þar með eru stöðugildin alls 22.584 um áramótin 2013/2014. Þarna er verið að „víkka út“ skilgreininguna á hvað er talið með sem ríkisstörf.
Nánar...Úthlutað úr Sprotasjóði skólaárið 2015-2016

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2015-2016. Alls bárust 172 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 360 millj. kr. Veittir voru styrkir til 45 verkefna að upphæð rúmlega 49. millj. kr.
Nánar...XXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

XXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður að þessu sinni haldið í Salnum í Kópavogi föstudaginn 17. apríl, hefst það kl. 10 að morgni og stefnt er að því að þingstörfum ljúki milli kl. 15 og 16 síðdegis. Dagskrá landsþingsins er komin á vefinn en yfirskrift landsþingsins er „Staldrað við og staðan metin“ Meginumræðuefni þingsins verður svæðasamvinna sveitarfélaga, efling sveitarstjórnarstigsins, endurskoðun kosningalaga og staðan í viðræðum ríkis og sveitarfélaga um endurmat á þjónustu við fatlað fólk.
Nánar...Aukið samstarf í kjaramálum á opinberum vinnumarkaði
Á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga, sem haldinn var í dag, skrifuðu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenska sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undir samkomulag um aukið samstarf opinberra vinnuveitenda í kjaramálum.
Nánar...Yfirlit yfir helstu mál á döfinni hjá ESB og EFTA 2015 sem gætu varðað sveitarfélög

Þróunar- og alþjóðasvið sambandsins starfar að hagsmunagæslu fyrir sveitarfélög gagnvart EES-samningnum en haustið 2006 tók til starfa skrifstofa sambandsins í Brussel sem heyrir undir sviðið. Skrifstofan, sem er fjármögnuð af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, annast almenna hagsmunagæslu fyrir sveitarfélög gagnvart EES-samningnum og aðstoðar sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra við að nýta sér tækifæri í evrópskum samstarfsáætlunum. Brussel-skrifstofa hefur nú birt yfirlit yfir helstu mál á döfinni hjá ESB og EFTA 2015 sem gætu varðað sveitarfélög.
Úttekt á markvirkni íslenska skólakerfisins

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur birt skýrslu með upplýsingum um framkvæmd menntamála á Íslandi með tilliti til starfsemi, mannauðs og stefnu stjórnvalda
Nánar...Evrópsk stjórnsýsluverðlaun, EPSA 2015

Íslensk sveitarfélög geta tilnefnt verkefni til verðlauna. Tilnefningarfrestur er til 24. apríl nk. Nánari upplýsingar á www.epsa2015.eu
Nánar...Fyrsti fundur nýrrar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Fyrsti fundur nýskipaðar ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fór fram í innanríkiráðuneytinu í síðustu viku. Eftir breytingar á lögum um jöfnunarsjóðinn er nefndin nú skipuð sjö fulltrúum í stað fimm áður. Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir sex fulltrúa í nefndina en formaður er skipaður án tilnefningar, nýr formaður nefndarinnar er Guðný Sverrisdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.
Nánar...