Fréttir og tilkynningar: mars 2015

Fyrirsagnalisti

26. mar. 2015 : Almenn viðmið um skólareglur

Samkvæmt reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum skal setja skólareglur í hverjum grunnskóla með skýrum viðbrögðum og viðurlögum við brotum á þeim. Í 9. grein hennar segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga skulu í samráði við aðila skólasamfélagsins útbúa almenn viðmið um skólareglur.

Nánar...

20. mar. 2015 : Veflæg upplýsingaveita opnuð

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra opnaði formlega, þann 19. mars sl., upplýsingaveitu fyrir fræðslutilboð sem ætluð eru kennurum, skólastjórnendum, kennslu-, náms- og starfsráðgjöfum í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum.

Markmið upplýsingaveitunnar er tvíþætt, annars vegar að miðla og hins vegar að veita yfirsýn. Vonast er til að sem flest fræðslutilboð sem ætlað er að styrkja umræddar starfsstéttir faglega og stuðla þannig að starfsþróun þeirra verði birt á upplýsingaveitunni s.s. námskeið, fyrirlestrar, ráðstefnur, málþing og samstarfsverkefni.

Nánar...

16. mar. 2015 : Starf sérfræðings á kjarasviði

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á kjarasviði sambandsins. Leitað er að einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, færni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum að fjölbreyttum verkefnum.

Nánar...

16. mar. 2015 : Forgangsröðun verkefnisstjórnar á virkjunarkostum í 3. áfanga

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur tekið lista Orkustofnunar yfir virkjunarkosti í 3. áfanga rammaáætlunar til umfjöllunar. Á listanum er 81 virkjunarkostur og hefur verkefnisstjórn ákveðið að vísa 24 þeirra, eða rúmur fjórðungi, til faglegrar umfjöllunar hjá faghópum. Í þeim hópi eru fyrst og fremst virkjunarkostir úr biðflokki gildandi rammaáætlunar sem voru lagðir fram af orkufyrirtækjum en einnig kostir sem Orkustofnun lagði fram í samvinnu við virkjunaraðila.

Nánar...

15. mar. 2015 : Aðgerðir til að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar

Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 23. febrúar sl. að fara í aðgerðir til að auka menntunarstig starfsmanna í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar

Nánar...

10. mar. 2015 : Niðurstöður úr fjárhagsáætlunum sveitarfélaga 2015-2018

Niðurstöður úr fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir A-hluta og A+B hluta fram til ársins 2018 liggja nú fyrir. Í heildina tekið þá er útlitið heldur gott í rekstri sveitarfélaga á árunum 2015-2018. Rekstrarafgangur er ásættanlegur, veltufé frá rekstri fer vaxandi, lántaka minnkar, skuldir lækka og veltufjárhlutfall og skuldahlutfall styrkist. Á hinn bóginn er samdráttur í fjárfestingum í varanlegum rekstrarfjármunum.

Nánar...

09. mar. 2015 : Orlof húsmæðra 2015

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera 104,15 krónur fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk.  sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.

Nánar...

09. mar. 2015 : Ný skýrsla: Starfsþróun kennara – greining á sjóðaumhverfi

Nemendur

Út er komin skýrslan Starfsþróun kennara – greining á sjóðaumhverfi sem Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara.

Nánar...

06. mar. 2015 : Minni sóun, meiri hagkvæmni

Fimmtudaginn 19. mars 2015 efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til málþings um  stöðu úrgangsmála, undir heitinu „Minni sóun, meiri hagkvæmni“. Málþingið fer fram á Hótel Nordica í Reykjavík og hefst kl. 09:30. Málþingið verður tvískipt, fyrri hlutinn stendur til kl. 14:15 og er öllum opinn en seinni hlutinn er einungis ætlaður kjörnum sveitarstjórnarmönnum og starfsfólki sveitarfélaga.

Nánar...

05. mar. 2015 : Starf sérfræðings í skólamálum

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn
Um er að ræða 50% stöðu sérfræðings og felst starfið m.a. í að starfa, ásamt skólamálafulltrúa sambandsins og skólateymi, að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem einkum varða leik-, grunn- og tónlistarskóla, og vinna að hagsmunagæslu fyrir hönd sveitarfélaga á þeim sviðum. Nánar...
Síða 1 af 2