Fréttir og tilkynningar: febrúar 2015

Fyrirsagnalisti

25. feb. 2015 : Frumvarp um virka velferðarstefnu – umsagnir sveitarfélaga

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Félagsmálaráð Akureyrar hefur sent inn umsögn varðandi þær breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi. Ráðið fagnar framkomnu frumvarpi og styður virka velferðarstefnu í þá veru að vinnufærir einstaklingar á fjárhagsaðstoð fái markvissara inngrip með hvatningu til þess að fara út á vinnumarkaðinn.

Nánar...

25. feb. 2015 : Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Allmörg sveitarfélög fá styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en úthlutun úr sjóðnum var í gær kynnt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Nánar...

24. feb. 2015 : Umsagnir um náttúrupassa og uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent Alþingi umsagnir um tvö lagafrumvörp er varða uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn, annars vegar, og náttúrupassa hins vegar.

Nánar...

18. feb. 2015 : Nýtt um Evrópska jafnréttissáttmálann

Jafnrétti

Evrópsku sveitarfélagasamtökin, CEMR, sem stóðu að gerð sáttmálans, halda annað hvert ár ráðstefnur til að ræða það sem er efst á baugi hjá evrópskum sveitarfélögum. Slík ráðstefna var haldin í Róm í desember sl. og þar var ein málstofan helguð jafnréttissáttmálanum[1]. Þar voru ræddar áskoranir sveitarfélaga við að ná fram jafnrétti í raun og hvaða stuðning þau þurfi.

Nánar...

13. feb. 2015 : Ný skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins

Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga hefur gefið út skýrslu um efnahagsumhverfi og launaþróun í aðdraganda kjaraviðræðna. Að nefndinni standa fern samtök launafólks, þ.e. ASÍ, BHM, BSRB og KÍ og af hálfu vinnuveitenda, SA, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nánar...

12. feb. 2015 : Útkomuspá 2014

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur birt útkomuspá fyrir rekstur sveitarfélaga árið 2014. Með útkomuspá  fyrir árið 2014 fást upplýsingar um hver sé líkleg útkoma á rekstri sveitarfélagsins á árinu. Hún gefur viðkomandi sveitarstjórnum möguleika á að átta sig á hvar orsökin liggur ef sett markmið hafa ekki náðst

Nánar...

11. feb. 2015 : Þróun fjármála sveitarfélaga í heildina litið jákvæð

Komin er út ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fyrir tímabilið 2013-2014. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að ekki verði annað séð en að fjármál sveitarfélaga einkennist af stöðugleika og að þróunin sé í heildina jákvæð. Í skýrslunni er gerð grein fyrir starfsemi nefndarinnar og þar er einnig að finna yfirlit yfir þróun fjármála sveitarfélaga frá 2007 til 2013.

Nánar...

11. feb. 2015 : Sóknaráætlanir landshluta 2015-2019

Þriðjudaginn 10. febrúar var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Nokkur reynsla er komin af sóknaráætlunum landshluta enda hafa þær verið við líði í þrjú ár í núverandi formi. Nú er verið að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga.

Nánar...

09. feb. 2015 : Orðsporið veitt í þriðja sinn

Föstudaginn 6. febrúar var Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í áttunda sinn en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla fagstarfi sem þar fer fram. Í tilefni dagsins var Orðsporið veitt við hátíðlega athöfn í Björnslundi í Norðlingaholti, Reykjavík.

Nánar...

05. feb. 2015 : Virk velferðarstefna

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem að stofni til eru frá árinu 1991. Málið á sér langan aðdraganda sem rekja má allt aftur til áranna 1996 - 1997 þegar fram fór endurskoðun á lögunum í kjölfar efnahagslægðar áranna 1992 - 1994, en þá fjölgaði viðtakendum fjárhagsaðstoðar mjög eftir að tímabili atvinnuleysisbóta sleppti.

Nánar...
Síða 1 af 2