Fréttir og tilkynningar: janúar 2015

Fyrirsagnalisti

30. jan. 2015 : Auðlindarenta og nærsamfélagið

Raflínur

Í gær, fimmtudaginn 29. janúar, kynnti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands nýútkomna skýrslu stofnunarinnar um auðlindarentu og nærsamfélagið. Skýrslan varpar ljósi á umgjörð raforkumála í Noregi og fleiri löndum sem nota vatnsaflsvirkjanir til raforkuvinnslu.

Nánar...

29. jan. 2015 : Dagur leikskólans 2015

dagur_leikskolans-1

Föstudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í áttunda sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Nánar...

28. jan. 2015 : Breytingar á lögum um fráveitur í kynningu

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna. Breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu lúta að gjaldtökuheimildum fráveitna sveitarfélaga. Nánar...

26. jan. 2015 : Kynningarfundir um landsskipulagsstefnu

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á því að Skipulagsstofnun stendur yrir fundum um landsskipulagsstefnu víða um land. Í þessari viku verða fundir í Borgarnesi, á Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjavík.

Nánar...

26. jan. 2015 : Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut nýsköpunarverðlaunin 2015

Geðheilsustöðin í Breiðholti hlaut nýsköpunarverðlaunin 2015 í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, sem afhent voru á ráðstefnu á Grand hótel sl. föstudag, 23. janúar. Verðlaunin voru í dag afhent í fjórða sinn og að þessu sinni voru um 50 verkefni tilnefnd.

Nánar...

21. jan. 2015 : Er íbúalýðræði leiðin til betri stjórnhátta

Nyskopun

Samband íslenskra sveitarfélaga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir opnu síðdegismálþingi föstudaginn 30. janúar 2015 kl. 15:00-17:30 í Norræna húsinu í tilefni að útkomu nýrrar bókar dr. Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálafræðiprófessors.

Nánar...

13. jan. 2015 : Skapandi þjónusta forsenda velferðar

Hugmyndir

Föstudaginn 23. janúar nk. verður haldinn hádegisverðarfundur um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Heiti ráðstefnunnar er Skapandi þjónusta forsenda velferðar; Samvinna – Hönnun – Þekking. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, setur fundinn en aðal fyrirlesari er Nikolaj Lubanski framkvæmdastjóri hjá Copenhagen Capacity og mun hann ræða um þróun nýsköpunarmála í opinbera geiranum á Norðurlöndum.

Nánar...

09. jan. 2015 : Auglýst eftir umsóknum í Sprotasjóð

growth

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2015-16. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Nánar...

07. jan. 2015 : Öryggishandbækur fyrir leikskóla og grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að gerð handbóka um velferð og öryggi barna í leikskólum og grunnskólum. Bókunum er ætlað að vera leiðarvísir fyrir þá aðila í skólasamfélaginu sem vinna að velferð nemenda, s.s. sveitarstjórnum, rekstraraðilum, skólastjórnendum, kennurum og öðrum sem þar starfa.

Nánar...