Fréttir og tilkynningar: nóvember 2014

Fyrirsagnalisti

28. nóv. 2014 : Svæðisskipulag Snæfellsness hlaut skipulagsverðlaunin 2014

Svæðisskipulag Snæfellsness „Andi Snæfellsness - auðlind til sóknar” hlaut Skipulagsverðlaunin 2014. Afhendingin fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. nóvember sl. Svæðisskipulagið er samvinnuverkefni fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi; Eyja- og Miklaholtshrepps, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar.

Nánar...

28. nóv. 2014 : Viðurkenningar fyrir æskulýðsstarf

Verðlaunahafar

Æskulýðsráð veitir viðurkenningar í æskulýðsstarfi árið 2014. Viðurkenningarnar eru ætlaðar til að vekja athygli á því sem er til fyrirmyndar í æskulýðsstarfi á Íslandi og vera hvatning til þróunar, nýsköpunar og þátttöku. Í flokknum aðilar sem sinnt hafa nýsköpun eða þróun í æskulýðsstarfi hlýtur Hitt Húsið fyrir Músíktilraunir.

Nánar...

25. nóv. 2014 : Kjarasamningur við Félag tónlistarskólakennara undirritaður í morgun

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Í morgunsárið var nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags tónlistarskólakennara (FT) undirritaður í húsi ríkissáttasemjara. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2014 til 31. október 2015.

Nánar...

21. nóv. 2014 : Tónlistarkennarar hafna samningstilboði 

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi hennar föstudaginn 21. nóvember 2014 (Jónína Erna Arnardóttir tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins):

Nánar...

20. nóv. 2014 : Árbók sveitarfélaga 2014 komin á vefinn

SIS_Skolamal_760x640

Árbók sveitarfélaga 2014 sem kom út í byrjun október sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2013.

Nánar...

19. nóv. 2014 : Niðurstöður könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Niðurstöður liggja fyrir úr árlegri könnun Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga um land allt. Í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúmlega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leiguíbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra.

Nánar...

19. nóv. 2014 : Víðtæk uppstokkun í stjórnsýslu velferðarmála

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sem snerta stjórnsýslu velferðarmála, annars vegar um nýja þjónustumiðstöð á sviði félags- og heilbrigðisþjónustu, og hins vegar um nýja úrskurðarnefnd sem m.a. er ætlað að leysa úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála af hólmi. Sambandið hefur sent inn umsagnir um bæði frumvörpin enda snerta þau sveitarfélögin með beinum hætti.

Nánar...

19. nóv. 2014 : Dagur upplýsingatækninnar

Hugmyndir

Dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember nk. Að þessu sinni er UT-dagurinn helgaður verkefnum sem unnið er að á grundvelli stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016. Samkvæmt henni er unnið að ýmsum grundvallarverkefnum sem gagnast bæði ríki og sveitarfélögum.

Nánar...

18. nóv. 2014 : Stöðugreiningar landshluta 2014

Byggðastofnun hefur nú lokið við gerð stöðugreiningar fyrir hvern landshluta. Var stöðugreining sem þessi fyrst gerð árið 2012 og hafa þær upplýsingar nú verið uppfærðar með nokkrum viðbótum. 

Nánar...

14. nóv. 2014 : Við lifum vel og lengi

Landssamtök lífeyrissjóða og Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, efna til málþings um breyttar lífslíkur og áhrif þess á lífeyrissjóði mánudaginn 24. nóvember kl. 13-16 á Grand hóteli í Reykjavík. Meðal annars verður rætt um hækkandi lífaldur og hvaða áhrif það hefur á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða.

Nánar...
Síða 1 af 2