Fréttir og tilkynningar: október 2014

Fyrirsagnalisti

31. okt. 2014 : Kjarasamningur við Félag íslenskra hljómlistarmanna samþykktur

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Þann 22. október undirritaði Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) nýjan kjarasamning við Félag íslenskra hljómlistarmanna. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 31. júlí 2015. Laun tónlistarkennara hækka í tveimur áföngum á samningstímabilinu, annars vegar um 3,2% frá 1. mars 2014 og um 4,3% frá 1. nóvember 2014. Kostnaðarmat samningsins er 7,5%.

Nánar...

30. okt. 2014 : Margar ástæður fyrir minnkandi kosningaþátttöku

Í rannsókn, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytið, Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands, Félagsvísindastofnunar HÍ og doktorsnema við Háskólann í Mannheim, kemur fram að óspennandi valkostir og lítil áhrif hvers og eins eru helstu ástæðurnar sem fólk nefnir fyrir því að það mætti ekki á kjörstað í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Nánar...

23. okt. 2014 : Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

growth

Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum verður haldið í Reykjanesbæ föstudaginn 14. nóvember nk. Málþingið er ætlað sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum í sveitarfélögum, svo og starfsmönnum sem hafa umsjón með málefnum innflytjenda. Félagsmálastjórar, mannauðsstjórar og stjórnendur upplýsingamála eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Nánar...

23. okt. 2014 : Forsendur í fjárhagsáætlunum sveitarfélaga um útsvarshlutfall á árinu 2015

percentage-calculator

Sambandinu hafa að undanförnu borist fyrirspurnir frá nokkrum sveitarfélögum um hvert verði hámarksútsvar á árinu 2015. Ráðgjöf sambandsins til sveitarfélaga er á þessu stigi að miða við að hámarksútsvarið verði 14,52%.

Nánar...

23. okt. 2014 : Opnir fundir víða á kvennafrídaginn, 24. október

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Sveitafélög efna mörg til opinna funda á kvennafrídaginn, 24. október nk. Meðal annars verður súpufundur á hótel KEA á Akureyri og hótel Öldu á Seyðisfirði. Á báðum stöðum er um að ræða súpufundi sem hefjast með formlegri dagskrá á hádegi.

Nánar...

21. okt. 2014 : Landsleikurinn „Allir lesa“

Föstudaginn 17. október fór af stað „Allir lesa - landsleikur í lestri“ í gang og er hann sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum, svo vitað sé. Óhætt er að segja að keppnin hefjist með látum, en nú þegar er búið að skrá lestur í hátt í 6.000 klukkustundir inn á vefinn, og deilist það niður á 1.737 einstaklinga í 152 liðum – og sífellt bætist við, enda á sjötta hundrað lið þegar skráð til leiks.

Nánar...

21. okt. 2014 : Staðsetning starfa ríkisins og þjónustustarfa fyrirtækja

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Þjónustuþættir á landinu eru flestir á þeim stöðum sem flesta hafa íbúana – og þar með á sömu stöðum og flest hafa ríkisstörf. Þetta er í grófum dráttum niðurstaða könnunar á staðsetningu þjónustustarfa fyrirtækja og samanburður á henni og niðurstöðum á könnun á staðsetningu starfa ríkisins.

Nánar...

17. okt. 2014 : Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi

pusl

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa gefið út skýrsluna Sameiningar sveitarfélaga á Vesturlandi – möguleikar nokkurra valkosta og hugsanleg áhrif þeirra árið 2014. Höfundar skýrslunnar eru Vífill Karlsson og Torfi Jóhannesson.

Nánar...

13. okt. 2014 : Samkomulag um talmeinaþjónustu

SIS_Skolamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga og velferðarráðuneytið skrifuðu í maí undir samkomulag um  skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu en ríki og sveitarfélög hafa deilt um þessa skiptingu um árabil. Fyrst og fremst snerist deilan um að öll börn yrðu jafnsett gagnvart niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands, en inni í rammasamning talmeinafræðnga hefur verið klausa um að grunnskólabörn að loknum 1. bekk þyrftu fyrst að fá þjónustu talmeinafræðings sveitarfélags áður en til greiðsluþátttöku SÍ kæmi í 18 skipti.

Nánar...

13. okt. 2014 : Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga

percentage-calculator

Hag- og upplýsingasvið hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2014 og 2015. Gert er ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 5,4 % á milli ára 2014 og 2015.

Nánar...
Síða 1 af 2