Fréttir og tilkynningar: september 2014

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2014 : Ölvunardrykkja ungmenna eykst sexfalt á fyrsta ári í framhaldsskóla

Ungt-folk

Rannsóknir á högum og líðan íslenskra ungmenna sýna að um 5% nemenda í grunnskólum landsins hafa orðið ölvuð síðastliðna 30 daga frá fyrirlögn spurningalista. Þetta hlutfall er með því lægsta sem mælst hefur í slíkum rannsóknum meðal ungmenna í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar litið er á sambærilegar tölur fyrir 16 og 17 ára nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla má sjá að talsverð aukning verður á ölvunardrykkju miðað við sama mælikvarða.

Nánar...

30. sep. 2014 : Frumvarp um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar. Frumvarpið kveður á um að gerð verði tólf ára stefnumarkandi áætlun um uppbyggingu innviða en innan hennar verði þriggja ára verkefnaáætlanir, sem lagðar verða fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillagna.

Nánar...

29. sep. 2014 : Skráning á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2014 er hafin

Fjarmala

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 9. og 10. október nk.

Nánar...

29. sep. 2014 : Halldór Halldórsson endurkjörinn formaður sambandsins

Á XXVIII. landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri dagana 24.-26. september sl. var Halldór Halldórsson  endurkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára. Í upphafi þingsins lagði kjörnefnd fram tillögu sína um næstu stjórn sambandsins og þar sem engin mótframboð bárust gegn henni var stjórnin sjálfkjörin og formaðurinn einnig.

Nánar...

25. sep. 2014 : Stefnumótunarvinna á landsþingi

Um 250 sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga vinna nú að því á XXVIII. landsþingi sambandsins að móta stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára. Mikil vinna liggur að baki stefnumótuninni sem verður samþykkt á lokadegi landsþingsins á morgun.

Nánar...

24. sep. 2014 : Eitt af meginverkefnum sveitarstjórnarmanna er að hyggja að framtíðinni

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti XXVIII. landsþing í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú laust eftir kl. 16:00 í dag. Í setningarræðu sinni sagði hann m.a. að í upphafi nýs kjörtímabils sé það eitt af meginverkefnum sveitarstjórnarmanna að hyggja að framtíðinni og leggja niður fyrir sér hvernig þeir sjá þróun sveitarstjórnarstigsins og með hvaða hætti á að styrkja og efla þjónustuna við íbúana næstu fjögur árin.

Nánar...

24. sep. 2014 : XXVIII. landsþing sambandsins haldið á Akureyri 24.-26. september

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Landsþing sambandsins, það 28. í röðinni, verður haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 24.-26. september. Formaður sambandsins setur þingið kl. 16:15 í dag en að því loknu flytur innanríkirráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, ávarp.

Nánar...

23. sep. 2014 : Fræðsluritið „Kennsluumhverfið – Hlúum að rödd og hlustun“

whisper

Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands hafa tekið höndum saman um aðgerðir til að bæta hljóðvist og draga úr hávaða í skólum og vekja athygli á mikilvægi raddverndar og raddbeitingar. Er það gert á grundvelli bókunar með kjarasamningi Félags leikskólakennara og sambandsins frá 2011 og samhljóða bókunar sömu aðila frá árinu 2006.

Nánar...

17. sep. 2014 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu (haust 2014) er komið út

Stefnumótun og löggjöf Evrópusambandsins hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög í gegnum EES-samninginn. Áhrifin ná til flestra málaflokka sveitarfélaga, þó í mismiklum mæli sé. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, starfrækt skrifstofu í Brussel síðan 2006. Skrifstofan annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í Brussel og miðlar upplýsingum um Evrópumál til sveitarfélaga og sambandsins.  

Nánar...
Síða 1 af 2