Fréttir og tilkynningar: ágúst 2014

Fyrirsagnalisti

29. ágú. 2014 : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda 2015-2016

skoli

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2015–2016. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2014.

Nánar...

27. ágú. 2014 : Niðurstöður rannsóknar um viðhorf notenda til yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga

Á málþingi sem haldið var í dag í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytisins og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, voru kynntar niðurstöður í rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrr í sumar um viðhorf og afstöðu notenda til yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Nánar...

25. ágú. 2014 : Málþing um söfnun og úrvinnslu gagna um fatlað fólk

pusl

Málþing um söfnun og úrvinnslu gagna um fatlað fólk fer fram á Grand hóteli í Reykjavík, miðvikudaginn 27. ágúst nk. Markmiðið með málþinginu er efna til umræðu um gagnasöfnun og úrvinnslu upplýsinga um þjónustu við fatlað fólk með sérstöku tilliti til yfirfærslu málaflokknum frá ríki til sveitarfélaga.

Nánar...

20. ágú. 2014 : Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína

Raflínur

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt til kynningar á heimasíðu sinni drög að tillögu til þingsályktunar um lagningu raflína. Í tillögunni eru settar fram eftirfarandi meginreglur um lagningu raflína.

Nánar...

19. ágú. 2014 : Opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi

Opinn fyrirlestur um lestrarnám og læsi verður haldinn í Norðurljósasal Hörpu miðvikudaginn 27. ágúst nk. Fyrirlesturinn er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

18. ágú. 2014 : Drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum

Raflínur

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt á heimasíðu sinni drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum, sem ráðherra hyggst leggja fram á haustþingi. Markmið frumvarpsins er m.a. að tryggja sem víðtækast samráð við sveitarfélög og helstu hagsmunaaðila á vinnslustigi kerfisáætlunar.

Nánar...

14. ágú. 2014 : Stígurinn til vinnu

Undir lok síðasta árs Vinnumálastofnun og sveitarfélögin í landinu úr vör samstarfsverkefni um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysistryggingakerfinu og fengu fjárhagsaðstoð frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefninu var gefið nafnið Stígur en markmið þess er að styrkja viðkomandi einstaklinga í leit að atvinnu og fækka þar með þeim sem þurfa á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum að halda.

Nánar...

14. ágú. 2014 : Skipulagsdagurinn 2014

skipulag_minni

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Skipulagsdaginn, sem er árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn á Grand Hótel í Reykjavík, þann 29. ágúst n.k. Til fundarins er boðið sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum í skipulagsnefndum, skipulagsfulltrúum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga sem annast skipulagsmál.

Nánar...

14. ágú. 2014 : Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Althingi_300x300p

Sambandið hefur sent forsætisráðuneytinu umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar sem birt var í júní sl.

Lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa á undanförnum árum lagt umtalsverða vinnu í að koma á framfæri sjónarmiðum og áherslum sveitarfélaga í tengslum við störf stjórnlagaráðs og umfjöllun á Alþingi um frumvarp til stjórnskipunarlaga.

Nánar...

07. ágú. 2014 : Hvað fékkstu á prófinu?

Málþing Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál verður haldið  á Grand hóteli 8. september nk. og hefst dagskráin kl. 10:00.  Umfjöllunarefnið að þessu sinni er námsárangur í íslenskum skólum.  Snýst skólastarf um  árangur í námi eða að fjölbreyttum hópi nemenda líði sem best?

Nánar...