Fréttir og tilkynningar: júní 2014

Fyrirsagnalisti

20. jún. 2014 : Tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Norden_logo

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða á þessu ári veitt sveitarfélagi, borg eða staðbundnu samfélagi sem sem annað hvort hefur í starfsemi sinni allri lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála.

Nánar...

18. jún. 2014 : Ársreikningar sveitarfélaga 2013

Almennt má segja að jákvæð þróun síðustu ára í fjármálum sveitarfélaga hafi  haldið áfram á árinu 2013. Afkoma sveitarfélaga batnar í heildina tekið og fjárhagslegur styrkur þeirra fer vaxandi. Þetta kemur m.a. fram í 5. tbl. Fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs sambandsins sem nú er komið út. Að þessu sinni er fjallað um ársreikninga sveitarfélaga árið 2013.

Nánar...

18. jún. 2014 : Verkefnisstjórn um vinnumat grunnskólakennara

skoli

Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara (FG) undirrituðu kjarasamning þann 20. maí sl. Ein helsta nýjungin í þeim samningi felur í sér gerð nýs vinnumats kennara þar sem metinn verður sá tími sem kennari ver til skilgreindra verkefna. Byggt verður viðmiðum sem lögð verða til grundvallar mati á umfangi kennslu, undirbúnings, námsmats, umsjónar og þverfaglegs samstarfs. Vegna samsetningar og fjölda í nemendahópi, skráninga, skýrsluvinnu og foreldrasamskipta svo dæmi séu tekin.

Nánar...

16. jún. 2014 : Nýjar sveitarstjórnir

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Þann 15. júní tóku nýjar sveitarstjórnir við völdum og eru flestar nýkjörnar sveitarstjórnir að koma saman til fyrsta fundar þessa dagana til þess að kjósa sér oddvita, kjósa í nefndir og jafnvel að ganga frá ráðningum framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Nánar...

06. jún. 2014 : Sveitarstjórnarréttur

Uppbodshamar

Út er komin bókin Sveitarstjórnarréttur eftir Trausta Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Í bókinni er fjallað heildstætt um helstu atriði sveitarstjórnarréttar. Bókin er ætluð til kennslu á háskólastigi en gagnast einnig vel þeim er starfa að málefnum sveitarfélaga. Bókinni fylgja ítarlegar atriðaorða- og dómaskrár sem styðja við notkun hennar.

Nánar...

05. jún. 2014 : Úthlutun sæta í nefndir og ráð samkvæmt d'Hondts reglu

Fyrirspurn

Starfsmenn sambandsins hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir að loknum sveitarstjórnarkosningum um úthlutun sæta í nefndir og ráð en samkvæmt 40. gr. sveitarstjórnarlaga gildir svokölluð d´Hondts regla um skiptingu þessara sæta þegar fram fer listakosning í nefndir.

Nánar...

02. jún. 2014 : Átak til uppbyggingar ferðamannastaða

ferdamenn

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrir helgi á vef sínum frétt um fjölæþttar verndar- og uppbygginaraðgerðir á ferðamannastöðum sem ráðast á í í sumar. Þar kemur fram að í kjölfar þess að ríkisstjórnin samþykkti fjárframlag til uppbyggingar- og verndarverkefna hafi verið ákveðið að ráðast í 45 slík verkefni víðs vegar um land.

Nánar...