Fréttir og tilkynningar: maí 2014

Fyrirsagnalisti

27. maí 2014 : Ný skýrsla um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

Í skýrslunni er fjallað um skipulag fjárhagsaðstoðar í nágrannalöndunum Svíþjóð og Noregi, auk þess sem lítillega er vikið að stöðunni í Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi. Gerð skýrslunnar er samvinnuverkefni hag- og upplýsingasviðs og lögfræði- og velferðarsviðs þar sem leitast er við að draga saman á aðgengilegan hátt megindrætti í þeirri aðstoð sem löndin veita þeim sem fullnýtt hafa rétt sinn til atvinnuleysisbóta og fá fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögunum.

Nánar...

23. maí 2014 : Bæjarhátíðir komnar á vefinn

Síðustu ár hefur Samband íslenskra sveitarfélaga safnað saman upplýsingum um ýmiskonar bæjar- og sumarhátíðir víðs vegar um landið. Hafa þessar upplýsingar komið þeim sem hyggja á ferðalög innanlands ákaflega vel og hafa fjölmargir sótt þessar upplýsingar á vef okkar.

Nánar...

21. maí 2014 : Ályktun stjórnar sambandsins um félagsþjónustu sveitarfélaga (virkniúrræði)

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Allmörg mál sem voru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar bíða ennþá framlagningar. Meðal þeirra mála er Frumvarp um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (virkniúrræði).

Nánar...

13. maí 2014 : Framboðsfrestur liðinn

kosningar

Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.

Nánar...

12. maí 2014 : Athygli vakin á sveitarstjórnarkosningum í kynningarmyndböndum

Myndband

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi og verða þá kjörnir fulltrúar til setu í sveitarstjórnum um allt land. Sveitarfélögin eru 74 talsins en í nokkrum þeirra er sjálfkjörið í sveitarstjórn þar sem aðeins einn listi er í boði.

Nánar...

09. maí 2014 : Foreldraverðlaun Heimils og skóla – landssamtaka foreldra 2014

heimiliogskoli

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 19. sinn fimmtudaginn 8. maí sl. við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin en alls bárust 36 gildar tilnefningar til verðlaunanna.

Nánar...

08. maí 2014 : Morgunverðarfundur um starfsemi frístundaheimila

Ungt-folk

Morgunverðarfundur um starfsemi frístundaheimila og vinnu starfshóps þar um verður haldinn mánudaginn 12. maí nk. í Frístundamiðstöðinni í Gufunesbæ v/Gufunesveg í Grafarvogi. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á eftirfarandi slóð í síðasta lagi föstudaginn 9. maí nk.

Nánar...

06. maí 2014 : Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga

logoLSS

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 20. maí kl. 16.00, í húsakynnum Sambands íslenskra sveitarfélaga að Borgartúni 30, Reykjavík.

Nánar...

06. maí 2014 : Málþing um skólamál 8. september 2014

Nemendur

Málþing sambandsins um skólamál verður haldið mánudaginn 8. september nk.  Áhersla þingsins verður á árangur skólastarfs með fókus á námsárangur. Skóla- og sveitarstjórnarfólk er hvatt til þess að taka daginn frá.

Nánar...