Fréttir og tilkynningar: apríl 2014

Fyrirsagnalisti

30. apr. 2014 : Handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð

Handbok-Opinber-stefnumotun

Forsætisráðuneytið hefur gefið út handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð. Í inngangi að handbókinni segir að henni sé ætlað að leiðbeina starfsfólki stjórnsýslunnar við opinbera stefnumótun og áætlanagerð, hvort heldur sem er frumvinnu eða endurskoðun á eldri stefnum.

Nánar...

16. apr. 2014 : Framtíðarstarfið – átaksverkefni um eflingu leikskólastigsins hefst í dag

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Í byrjun árs 2012 skipaði þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra starfshóp til að setja fram aðgerðaráætlun í því skyni að fjölga þeim sem sækja um leikskólakennaranám og stuðla þannig að nauðsynlegri nýliðun meðal leikskólakennara.

Nánar...

15. apr. 2014 : Úthlutað úr Sprotasjóði skólaárið 2014 til 2015

Ungt-folk

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2014-2015. Alls bárust 124 umsóknir til sjóðsins og var heildarfjárhæð umsókna rúmar 259 millj. kr. Veittir voru styrkir til 37 verkefna að fjárhæð tæplega 50. millj. kr.

Nánar...

15. apr. 2014 : Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í sjöunda sinn tekið saman upplýsingar um kjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og kjör starfandi sveitar- og bæjarstjóra. Þessar skýrslur hafa verið gerðar á tveggja ára fresti frá árinu 2002. Annars vegar er hún framkvæmd á kosningaári og hins vegar á miðju kjörtímabili.

Nánar...

14. apr. 2014 : Könnun á starfsemi frístundaheimila

SIS_Skolamal_760x640

Starfshópi á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis  um  málefni frístundaheimila (lengda viðveru) fyrir nemendur á grunnskólaaldri  var falið að skoða hvort þörf sé á að kveða með skýrari hætti í löggjöf um starfsemi frístundaheimila fyrir nemendur á grunnskólaaldri.

Nánar...

11. apr. 2014 : Samkomulag um framlengingu kjarasamninga 11 BHM félaga samþykkt

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640
Þann 30. mars sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og 12 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samkomulag um breytingu og framlenginu á kjarasamningum aðila. Ljósmæðrafélag Íslands  felldi kjarasamninginn en aðra samninga hafa samningsaðilar samþykkt. Samkomulagið er birt hér á heimasíðu okkar. Nánar...

10. apr. 2014 : Vel heppnuð fundarherferð um framtíðarsýn leikskólans

Reykjanes_2

Miðvikudaginn 9. apríl lauk fundarherferð um framtíðarsýn leikskólans en á grundvelli bókunar með kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands, vegna Félags leikskólakennara annars vegar og Félags stjórnenda leikskóla hins vegar, voru haldnir átta samráðsfundir, einn í hverjum landshluta, til að ræða sameiginlega framtíðarsýn leikskólans.

Nánar...

09. apr. 2014 : Frumvarp um varnir gegn gróðureldum

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um varnir gegn gróðureldum. Frumvarpið nær til meðferðar elds á víðavangi, m.a. sinubrenna.

Nánar...

04. apr. 2014 : Framtíðarfyrirkomulag fjarskiptaþjónustu

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent póst til allra sveitarfélaga þar sem fram kemur að Póst- og fjarskiptastofnun hafi birt umræðuskjal á heimasíðu sinni  um framtíðarfyrirkomulag alþjónustu varðandi þá skyldu innan alþjónustu, að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið. Stofnunin óskar eftir athugasemdum við skjalið fyrir 23. apríl nk.

Nánar...
Síða 1 af 2