Fréttir og tilkynningar: mars 2014

Fyrirsagnalisti

31. mar. 2014 : Óskað eftir ábendingum vegna mótunar laga um skipulag hafs og stranda

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kallar eftir skoðunum og ábendingum frá almenningi og hagsmunaaðilum vegna mótun löggjafar um skipulag hafs og strandar. Löggjöfin verður sú fyrsta sem tekur til skipulagsmála á hafi og ströndum á Íslandi.

Nánar...

30. mar. 2014 : Samkomulag um framlengingu kjarasamninga við 12 aðildarfélög Bandalags háskólamanna undirritað í kvöld

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Í kvöld undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og 12 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samkomulag um breytingu og framlenginu á kjarasamningum aðila, með gildistíma frá 1. mars 2014 til 31. ágúst 2015.

Nánar...

28. mar. 2014 : Ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk 2014

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Innanríkisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014. Reglugerðin er sett á grundvelli 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum.

Nánar...

27. mar. 2014 : Tekjur sveitarfélaga að aukast og gert ráð fyrir hagnaði í ár

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um þróun fjármála sveitarfélaga síðustu árin í kjölfar þess að ráðuneytinu hafa borist fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár. Þar kemur meðal annars fram að heildartekjur sveitarfélaga hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010, framlegð frá rekstri hefur aukist og að áætlanir ársins geri ráð fyrir nokkrum hagnaði.

Nánar...

26. mar. 2014 : Ályktun stjórnar SASS um gjaldtöku á ferðamannastöðum

logo-sass

Á fundi stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 24. mars sl., voru lagðar fram niðurstöður könnunar meðal sunnlendinga um afstöðu þeirra til hugmynda og tillagna sem komið hafa fram um gjaldtöku á ferðamannastöðum

Nánar...

26. mar. 2014 : Framtíðarsýn leikskólans - átta landshlutafundir

skoli

Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands, vegna Félags leikskólakennara annars vegar og Félags stjórnenda leikskóla hins vegar, hafa ákveðið að halda átta fundi, einn í hverjum landshluta, til að ræða sameiginlega framtíðarsýn leikskólans.

Nánar...

21. mar. 2014 : Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

SIS_Skolamal_760x640

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita fé til endurmenntunar kennara og stjórnenda grunnskóla. Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2014-2015. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2014.

Nánar...

20. mar. 2014 : Útkomuspá 2013

Forsida_4tbl

Þegar gengið er frá fjárhagsáætlun fyrir komandi rekstrarár setja mörg sveitarfélög upp útkomuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár. Útkomuspá er yfirletitt gerð síðla hausts eða snemma vetrar og byggir á upplýsingum um rekstur sveitarfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins.

Nánar...

19. mar. 2014 : Vegna tillögu samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga til Félags grunnskólakennara

Rett_Blatt_Stort
Vegna fréttaflutnings af samningaviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag grunnskólakennara (FG), vill samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) koma því á framfæri að sambandið hefur aldrei lagt fram tilboð til Félags grunnskólakennara um skammtímasamning með 2,8% launahækkun. Nánar...
Síða 1 af 2