Fréttir og tilkynningar: janúar 2014

Fyrirsagnalisti

31. jan. 2014 : Dagur leikskólans 2014

dagur_leikskolans-1

Fimmtudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í sjöunda sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið. 

Nánar...

30. jan. 2014 : Upplýsinga- og umræðufundur

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til upplýsinga- og umræðufundar um stöðuna í yfirfærslunni á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Markmið fundarins er að fara yfir stöðuna í endurmati á fjárhagslegum og faglegum forsendum yfirfærslunnar, með sérstakri áherslu á fasteignamál og búsetuþjónustu.

Nánar...

27. jan. 2014 : Dalvíkurbyggð, Reykjanesbær, Garður og Sandgerði hlutu nýsköpunarverðlaun

2014-01-24-758

Föstudaginn 24. janúar voru verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Fjögur sveitarfélög hlutu viðurkenningar; Dalvíkurbyggð hlaut  viðurkenningu fyrir verkefnið Söguskjóður og sveitarfélögin Reykjanesbær, Garður og Sandgerði hlutu viðurkenningu fyrir framtíðarsýn í menntamálum.

Nánar...

22. jan. 2014 : Vinnufundur Skólamálanefndar

IMG_0640

Skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hélt dagslangan vinnufund í Nauthóli 21. janúar sl. ásamt skólateymi sambandsins. Viðfangsefni dagsins lutu að endurskoðun á áherslum sambandsins í skólamálum, niðurstöðum PISA, Námsgagnastofnun, formlegu samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, starfsemi og áherslum fagsráðs um símenntun og starfsþróun, talþjálfunarmálum grunnskólabarna og stöðu kjarasamningsviðræðna við grunnskólakennara.

Nánar...

17. jan. 2014 : Opnað fyrir umsóknir í Menntaáætlun Evrópusambandsins

LLP-logo-islensk

Íslendingar hafa tekið þátt í áætlunum ESB í 20 ár. í ársbyrjun 2014 var nýjum áætlunum ýtt úr vör en opið er nú fyrir umsóknir í Erasmus+ áætlunina (mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB).

Nánar...

13. jan. 2014 : Styrkir úr Sprotasjóði

growth

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2014-15. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Við mat á umsóknum verður skoðað hvernig verkefnin falla að hlutverki Sprotasjóðs ásamt því að markmið verkefnis séu skýrt fram sett, að verkefnisstjórn vel skilgreind,  að raunhæfar kostnaðar-, verk- og tímaáætlanir séu lagðar fram, og að framlag samstarfsaðila sé tryggt og vel skilgreint.

Nánar...

13. jan. 2014 : Starfsmaður fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara

skoli

Starf umsjónamanns fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara er laust til umsóknar, en fagráðið er sameiginlegur vettvangur ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og háskóla sem skipuleggja kennaramenntun. Starfsvettvangur starfsmannsnis er innan Mennta- og menningarmálatráðuneytisins. Um er að ræða tímabundið 50% starf.

Nánar...

08. jan. 2014 : Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar

Trompetleikari_litil

Málþing verður haldið 24. janúar nk. um „Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar“. Málþingið er haldið í samstarfi Félags tónlistarskólakennara, Listaháskóla Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga og fer fram í Hannesarholti, Grundarstíg 10 og hefst kl. 9:45. Málþingið er öllum opið.

Nánar...

03. jan. 2014 : Útsvarsprósentur 2014

percentage-calculator

Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2014. Meðalútsvarið verður 14,44% í stað 14,42%. Sveitarfélögin geta samkvæmt lögum ákveðið útsvarshlutfall á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggja 58 á hámarksútsvar og tvö leggja á lágmarksútsvar.

Nánar...