Fréttir og tilkynningar: 2014

Fyrirsagnalisti

22. des. 2014 : Ýmsar skattkerfisbreytingar

percentage-calculator

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent frá sér tvær fréttir er varða ýmsar skattkerfisbreytingar.  Má þar helst nefna hækkun persónuafsláttar, breytingu á tekjuskatti, og lækkun tryggingargjalds. Að auki koma til breytingar á virðisaukaskatti, almennu vörugjaldi og barnamótum sem taka gildi um næstu áramót. 

Nánar...

22. des. 2014 : Útsvarsprósentur 2015

SIS_Skolamal_760x640

Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2015. Meðalútsvarið verður óbreytt þ.e. 14,44%. Sveitarfélögin geta samkvæmt lögum ákveðið útsvarshlutfall á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggja 57 á hámarksútsvar og 3 leggja á lágmarksútsvar.

Nánar...

19. des. 2014 : Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2016

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar ásamt umhverfismati. Tillagan ásamt fylgiskjali er aðgengileg á vef landsskipulagsstefnu, www.landsskipulag.is og vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsstofnun.is. Gögnin liggja jafnframt frammi til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík.

Nánar...

19. des. 2014 : Lagabreytingar á haustþingi 2014 sem hafa áhrif á útgjöld og tekjur sveitarfélaga

SIS_Skolamal_760x640

Nokkrar lagabreytingar sem hafa fjárhagsleg áhrif á sveitarfélögin voru samþykktar á haustþingi.

Nánar...

18. des. 2014 : Staðsetning ríkisstarfsemi

Í október sl. birti Byggðastofnun niðurstöður könnunar sem landshlutasamtök sveitarfélaga gerðu í samráði við Byggðastofnun. Könnunin varðaði staðsetningu ríkisstarfseminnar og var liður í vinnu við að greina þjónustustaði á landinu. Byggðastofnun hefur nú sett þessar upplýsingar fram á myndrænan hátt en mikilvægt er að skoða kortið með hliðsjón af töflunni

Nánar...

18. des. 2014 : Framlag til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts

Skjaldarmerki

Í frétt á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlags til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts fyrir árið 2014, skv. reglugerð nr. 80/2001. Endurskoðunin tekur mið af auknu ráðstöfunarfjármagni sjóðsins til greiðslu framlagsins.

Nánar...

11. des. 2014 : Dagur leikskólans og Orðsporið 2015

leikskoli1

Vakin er athygli á Degi leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í áttunda sinn þann 6. febrúar 2015. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra.

Nánar...

09. des. 2014 : Umsagnir um raforkumál

Althingi_300x300p

Sambandið sendi þann 8. desember sl. umsagnir til atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tvö mál sem geta haft mikil áhrif á skipulagsmál sveitarfélaga. 

Nánar...

08. des. 2014 : Umsagnir um breytingar á lögum um tekjustofna

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnir um tvö frumvörp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Nánar...

05. des. 2014 : Breytingar á tekjustofnalögum

Althingi_300x300p

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsagnir um tvö frumvörp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Annars vegar um mál nr. 366 þar sem kveðið er á um þrenns konar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, og hins vegar mál nr. 29 þar sem lagt er til að ákvæði í 24. gr. laganna um lágmarkshlutfall útsvars falli brott. 

Nánar...
Síða 1 af 10