Fréttir og tilkynningar: nóvember 2013

Fyrirsagnalisti

27. nóv. 2013 : Tilkynning frá innanríkisráðuneytinu um fyrirhugaða hækkun hámarksútsvars

Trompetleikari_litil

Innanríkisráðuneytið hefur sent tilkynningu til allra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Breytingarnar eru í samræmi við efni viðauka sem gerður hefur verið við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlaða, en viðaukinn felur í sér að ákvörðun um endanlega útsvarsprósentu sveitarfélaga vegna yfirfærslu þjónustunnar er frestað um eitt ár, til ársins 2014.

Nánar...

27. nóv. 2013 : Ný reglugerð um lánveitingar til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum

Husin-i-baenum-031

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett nýja reglugerð um lánveitingar Íbúðalánasjóðs (ÍLS), sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum. Um er að ræða lánaflokk er lengi hefur verið við lýði og mörg sveitarfélög hafa sótt í til þess að fjármagna framkvæmdir á sviði húsnæðismála.

Nánar...

25. nóv. 2013 : Tölulegar upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk árið 2011

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Velferðarráðuneytið hefur gefið út skýrsluna Þjónusta sveitarfélaga við fatlað fólk - Tölulegar upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk árið 2011. Hagstofa Íslands safnaði gögnunum frá sveitarfélögunum og annaðist úrvinnslu ásamt sérfræðingum velferðarráðuneytis.

Nánar...

22. nóv. 2013 : Vinnu lokið við þýðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Meðal verkefna sem unnið er að skv. framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 er að ganga frá lögformlegri þýðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Þýðingin er nauðsynlegur hluti af fullgildingarferli samningsins sem unnið er að í samráðshópi sem í sitja fulltrúar ráðuneytanna auk sambandsins.

Nánar...

21. nóv. 2013 : Félagsþjónustuskýrslan birt rafrænt

Fel2013

Í ljósi þess hve seint Félagsþjónustuskýrsla hefur komið út s.l. ár hefur verið tekin sú ákvörðun að birta þá kafla hennar sem eru tilbúnir jafnóðum á rafrænu formi. Markmið skýrslunnar er m.a. að veita nauðsynlegar upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélaga, umfang hennar og kostnað.  Mat sambandsins er að brýnna sé að koma efninu á framfæri sem fyrst en að bíða eftir því að öll skýrslan sé tilbúin.

Nánar...

20. nóv. 2013 : Árbók sveitarfélaga 2013 komin á vefinn

2013

Árbók sveitarfélaga 2013 sem kom út í byrjun október sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2012.

Nánar...

20. nóv. 2013 : Skólaskýrsla 2013 á rafrænu formi

Skolaskyrsla2013

Skólaskýrsla 2013 er komin út á rafrænu formi. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2012 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er. Tölulegar upplýsingar ná til málaflokkanna á landsvísu en einnig er þeim gerð skil eftir landshlutum og eru að nokkru leyti flokkaðar eftir íbúafjölda sveitarfélaga.

Nánar...

19. nóv. 2013 : Aukið samstarf Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna um starfsráðgjöf og atvinnuleit undir heitinu Stígur

Stigur

Í dag mun Vinnumálastofnun ýta úr vör sérstöku verkefni  í samvinnu við sveitarfélögin í landinu um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru án bótaréttar í atvinnuleysistryggingakerfinu og njóta fjárhagsaðstoðar frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið hefur fengið nafnið Stígur.  Markmiðið með verkefninu er að styrkja viðkomandi einstaklinga í leit sinni að atvinnu og  fækka þannig skjólstæðingum sveitarfélaganna sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda.

Nánar...

15. nóv. 2013 : Víðtækt endurmat vegna yfirfærslu málefna fatlaðra

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Vinna við endurmat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga hefur staðið yfir undanfarna mánuði  en niðurstaða úr endurmatsferlinu á að liggja fyrir næsta sumar.   Endurmatið byggir á bæði faglegum og fjárhagslegum þáttum og er í samræmi við þau ákvæði sem er að finna í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá því í nóvember 2010, en sveitarfélögin yfirtóku þjónustu við fatlað fólk frá ársbyrjun 2011.

Nánar...
Síða 1 af 2