Fréttir og tilkynningar: október 2013

Fyrirsagnalisti

24. okt. 2013 : Sjálfbær sveitarfélög – áskoranir og lausnir

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Fimmtudaginn 7. nóvember nk. boðar Samband íslenskra sveitarfélaga til málþings undir heitinu: Sjálfbær sveitarfélög – áskoranir og lausnir. Málþingið fer fram á Cabin Hótel í Borgartúni og stendur frá kl. 10:00 til kl. 16.30.

Nánar...

21. okt. 2013 : Ný skýrsla heildarsamtaka vinnumarkaðarins

Skyrsla
Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga hefur gefið út skýrslu um efnahagsumhverfi og launaþróun í aðdraganda kjaraviðræðna. Að nefndinni standa fern samtök launafólks, þ.e. ASÍ, BHM, BSRB og KÍ og af hálfu vinnuveitenda, SA, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Nánar...

17. okt. 2013 : Könnun meðal sveitarstjóra á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneytið fékk Capacent Gallup ehf. fyrr á þessu ári til þess að framkvæma könnun meðal sveitarstjóra um fyrirkomulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla með tilvísun til reglugerðar nr. 584/2010.

Nánar...

14. okt. 2013 : Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2013 og 2014

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2013 og 2014. Gert er ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 5,3 % á milli ára 2013 og 2014.

Nánar...

09. okt. 2013 : Stefnumótun í vinnuvernd

Vinnuvernd

Samband íslenskra sveitarfélaga minnir á ráðstefnu um stefnumótun í vinnuvernd sem haldin verður á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 24. október 2013. Markmið ráðstefnunnar er að kalla eftir áhersluatriðum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á íslenskum vinnumarkaði.

Nánar...

07. okt. 2013 : Skráning hafin á Skólaþing sveitarfélaga 2013

skoli

Skráning er hafin á Skólaþing sveitarfélaga 2013 en það verður haldið á Hilton Nordica hóteli mánudaginn 4. nóvember nk. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setur skólaþingið en meðal fyrirlesara má nefna Anders Balle, formann danska skólastjórafélagsins, Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Nánar...

07. okt. 2013 : Skólaskýrsla 2013

Skolaskyrsla2013

Skólaskýrsla 2013 er komin út. Markmið með skýrslunni er að birta tölulegar upplýsingar um skólamál og gera þær aðgengilegar. Í skýrslunni er bæði fjallað um leikskóla og grunnskóla og er þar að finna ýmsar magntölur yfir nemendur, skóla, starfsfólk og rekstrarkostnað. Í höfuðdráttum er gerð grein fyrir starfsemi hvors skólastigs um sig árið 2012 og að auki birtar upplýsingar aftur í tímann eins og kostur er.

Nánar...

03. okt. 2013 : Fjármálaráðstefna sveitarfélaga sett

Formadur1

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013 var sett á Hilton Reykjavík Nordica hóteli kl. 10:00 í morgun. Halldór Halldórsson setti ráðstefnuna og greindi m.a. frá því að ráðstefnan væri nú á ný haldin á Nordica en hún var haldin í Silfurbergi í Hörpu í fyrra. Þá sagði hann frá þeirri nýjung á fjármálaráðstefnunni að eftir hádegi, kl. 13:00, muni hann og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra eiga samtal um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undir stjórn Þóru Arnórsdóttur fréttakonu.

Nánar...