Fréttir og tilkynningar: september 2013

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2013 : Tilnefninga óskað vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Nyskopunarverdlaun_2013

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða haldin í þriðja sinn 24. janúar nk. Á síðustu tveimur árum hafa um 100 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna. Tvö verkefni hafa fengið verðlaunin auk þess sem átta önnur framúrskarandi verkefni hafa fengið sérstakar viðurkenningar. Allar ríkisstofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög landsins geta tekið þátt og tilnefnt verkefni til nýsköpunarverðlaunanna.

Nánar...

23. sep. 2013 : Dagskrá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2013

SIS_Lydraedi_mannrettindi_190x100

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hóteli dagana 3. og 4. október nk. Dagskrá ráðstefnunnar verður að mestu leyti með hefðbundnu sniði en þó verður efnt til þeirrar nýjungar að formaður sambandsins, Halldór Halldórsson, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu skiptast á skoðunum um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undir stjórn Þóru Arnórsdóttur fréttamanns.

Nánar...

17. sep. 2013 : Landsfundur jafnréttisnefnda

Jafnrétti

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn á Hvolsvelli þann 27. september nk. Dagskrá fundarins er mjög spennandi og fjölbreytt og eru fulltrúar sveitarfélaga sem starfa að jafnréttis- og félagsmálum hvattir til að mæta á fundinn.

Nánar...

10. sep. 2013 : NPA á Íslandi

NPA-a-Islandi--Vaentingar-og-veruleiki

Samtök félagsmálastjóra á Íslandi og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til ráðstefnu um innleiðingu notendastýrðar persónulegrar þjónustu á Íslandi. Ráðstefnan fer fram í Salnum í Kópavogi, miðvikudaginn 2. október frá kl. 9 til 16.

Nánar...

03. sep. 2013 : Hagstofa Íslands birtir í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga

Mynd-2

Fyrir nokkrum árum óskaði Samband íslenskra sveitarfélaga að Hagstofa Íslands birti sundurliðun á launaþróun opinberra starfsmanna eftir stjórnsýslustigi, þ.e. starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Hagstofan birtir nú í fyrsta sinn launaþróun starfsmanna sveitarfélaga sem nær aftur til fyrsta ársfjórðung2005 til fyrsta ársfjórung 2013.

Nánar...