Fréttir og tilkynningar: ágúst 2013

Fyrirsagnalisti

30. ágú. 2013 : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda 2014-2015

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2014–2015. Umsækjendum er gert að skila inn umsóknum á rafrænu formi. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2013.

Nánar...

27. ágú. 2013 : Einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið - hvað getum við lært af reynslu annarra þjóða?

Forsætisráðuneytið og Viðskiptaráð Íslands efna til hádegisverðarfundar um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið, mánudaginn 2. september næstkomandi.

Nánar...

23. ágú. 2013 : Hækkun launa félagsmanna FL þann 1. september 2013

Samkvæmt niðurstöðu ábyrgðarnefndar vegna framkvæmdar launaleiðréttingar kjarasamnings Félags leikskólakennara (FL) og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) frá 23. ágúst 2012 breytast laun félagsmanna FL í starfi hjá sveitarfélögum í eftirfarandi atriðum:

Nánar...

20. ágú. 2013 : Skýrsla um upplýsingatækni í grunnskólum

Upplysingataekni

Út er komin skýrsla á rafrænu formi um upplýsingatækni í grunnskólum. Á vormánuðum 2013 var könnun um upplýsingatækni í grunnskólum send á alla grunnskóla landsins. Könnunin var unnin af Sambandi íslenskra sveitarfélaga að beiðni samtaka áhugafólks um skólaþróun, en samtökin héldu ráðstefnu 14. ágúst sl. um UT í grunnskólum og hvernig hagnýta megi hana til að þróa skólastarf.

Nánar...

16. ágú. 2013 : Tillögur um breytingar á skipulagslögum – umsögn í vinnslu um frumvarpsdrög

skipulag_minni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt breytingar sem fyrirhugað er að gera á skipulagslögum, nr. 123/2010. Tillögurnar snúa fyrst og fremst að ákvæðum sem varða skaðabótaskyldu vegna skipulags, en jafnframt eru lagfærðir nokkrir vankantar sem í ljós hafa komið við framkvæmd laganna á því rúmlega 2 ½ árs tímabili sem liðið er frá gildistöku þeirra.

Nánar...

14. ágú. 2013 : Hæfnimiðað námsmat – lærum hvert af öðru

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands stendur fyrir málþingi þann 30. ágúst nk. um námsmat í nýrri menntastefnu leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Málþingið verður haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og í hátíðarsal Háskólans á Akureyri föstudaginn 30. ágúst, frá kl. 14.00-17.00.

Nánar...

08. ágú. 2013 : Niðurstöður könnunar um húsaleigubætur

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Í nýrri könnun um útgreiðslu húsaleigubóta, sem unnin var fyrir samráðsnefnd um framkvæmd laga og reglugerða um húsaleigubætur kemur m.a. fram að námsmenn, öryrkjar og launafólk eru stærstu hópar þeirra sem eru á leigumarkaði og fá greiddar húsaleigubætur. Fjórðungur húsaleigubótaþega býr í félagslegu leiguhúsnæði á vegum sveitarfélaga, helmingur er á almennum leigumarkaði en einnig er stór hópur sem býr í námsmannahúsnæði, s.s. stúdentagörðum.

Nánar...

08. ágú. 2013 : Fjármögnun uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Ferðamálastofa birti í byrjun ágúst skýrslu um Fjármögnun uppbyggingar ferðamannastaða, sem unnin er af ráðgjafarfyrirtækinu Alta að beiðni Ferðamálastofu.Í skýrslunni er að finna yfirlit um mismunandi leiðir til gjaldtöku af ferðamönnum, en útfærslur í þeim efnum eru mjög misjafnar erlendis. Jafnframt eru reifaðar hugmyndir um gjaldtöku með útgáfu náttúrupassa.

Nánar...