Fréttir og tilkynningar: júlí 2013

Fyrirsagnalisti

30. júl. 2013 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu (júlí 2013) er komið út

skyrsla-juli-2013

Upplýsingarit Brusselskrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu nýmæli hjá ESB og EFTA sem snerta sveitarfélög er nú komið út. .

Nánar...

15. júl. 2013 : Könnun meðal karlkyns kennara á ástæðum starfsvals o.fl.

SIS_Skolamal_760x640

Á vormánuðum var lögð könnun fyrir karlkennara í leik-, grunn og framhaldsskólum þar sem falast var eftir upplýsingum um þætti sem réðu úrslitum við náms- og starfsval þeirra. Um rafræna könnun var að ræða í samstarfi aðila frá Kennarasambandi Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitafélaga og Menntavísindasviði Háskóla Íslands.  Karlkennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum fengu senda könnunina og alls svöruðu 325 þeirra. Fá þeir bestu þakkir fyrir framlag sitt.  Könnunin var gerð í kjölfar ályktunar aðalfundar Félags grunnskólakennara 2011 um jöfnun hlutfalls kynja við kennslu í grunnskólum.

Nánar...

03. júl. 2013 : Leiðtogi í heimabyggð - vinnustofur

Ungt-folk


Leiðtogi í heimabyggð er samstarfsverkefni Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda leikskóla vegna innleiðingar á nýrri aðalnámskrá leik- og grunnskóla frá 2011. Menntavísindasviði Háskóla Íslands var falið að halda utan um tvær vinnustofur sem er hluti verkefnisins og tók Edda Kjartansdóttir, forstöðumaður SRR (Símenntun – Rannsóknir - Ráðgjöf) það að sér.

Nánar...

03. júl. 2013 : Framlög til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna fasteignaskatts

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá því í júní að áætluðu uppgjöri framlaga til sveitarfélaga á árinu 2013 til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts á grundvelli reglugerðar, nr. 80/2001, með síðari breytingum.

Nánar...

02. júl. 2013 : Drög að frumvarpi til laga um opinber fjármál

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í síðustu viku drög að frumvarpi til laga um opinber fjármál. Drögin eru nú aðgengileg á vef ráðuneytisins. Umsagnarfrestur um frumvarpið er til 20. ágúst nk. Í frumvarpinu er gerð tillaga um heildstæða umgjörð um opinber fjármál. Tiltekin ákvæði þess taka til hins opinbera í heild, þ.á m. sveitarfélaga. Í þessari samantekt verður einkum horft til áhrifa frumvarpsins á sveitarfélögin

Nánar...