Fréttir og tilkynningar: júní 2013

Fyrirsagnalisti

26. jún. 2013 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundar í Bergen

image003

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt sjöunda fund sinn í Bergen 21-22. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Nánar...

24. jún. 2013 : Nám er vinnandi vegur

Nam-er-vinnandi

Nám er vinnandi vegur er samstarfsverkefni fyrri ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins um átak á sviði vinnumarkaðsaðgerða og eflingu menntunar í samræmi við tillögur samráðshóps um vinnumarkaðsmál. Vinnumálastofnun sá um framkvæmd verkefnisins gagnvart atvinnuleitendum.

Nánar...

14. jún. 2013 : Upptökur frá morgunverðarfundum um málefni innflytjenda

AIMG_1496

Á vef sambandsins má nú finna upptökur frá fjórum morgunverðarfundum sem haldnir voru í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Fundirnir voru haldnir í framhaldi af Hringþingi sem haldið var sl. haust en þeir fjölluðu allir um stöðu innflytjenda í skólakerfinu en mismunandi áherslur voru á hverjum fundi fyrir sig.

Nánar...

13. jún. 2013 : Námsferð til Skotlands 2013

Scotland-flag

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur, í samvinnu við skoska sveitarfélagasambandið, fyrir námsferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Skotlands, 3.-5. september nk. þar sem áhersla verður lögð á að nýjungar í stjórnun og rekstri sveitarfélaga.

Nánar...

12. jún. 2013 : Samkomulag um stofnun samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Þriðjudaginn 11. júní skrifuðu heildarsamtök launafólks og vinnuveitenda ásamt stjórnvöldum undir samkomulag um að setja á stofn „Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga.“ Nefndin er skipuð forystumönnum þeirra sem að samkomulaginu standa en ríkissáttasemjari stýrir starfi nefndarinnar. Nefndin er sett á fót með það að markmiði að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning kjarasamninga og auka skilvirkni við gerð þeirra. Nefndin mun taka saman upplýsingar til undirbúnings kjarasamninga árin 2013 og 2014 og verður starf hennar endurmetið fyrir árslok 2015.

Nánar...

07. jún. 2013 : Leiðbeinandi álit um tvöfalda leikskólavist barna

Leikskolaborn_litil

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum 31. maí 2013 leiðbeinandi álit sem lögfræði- og velferðarsvið sambandsins hefur tekið saman fyrir sveitarfélög um afgreiðslu umsókna um tvöfalda leikskólavist barna. Tilefni þessa álits er að færst hefur í vöxt á síðustu misserum að sveitarfélög fái beiðnir frá foreldrum, sem ekki eru samvistum og búa ekki í sama sveitarfélagi en fara með sameiginlega  forsjá yfir börnum sínum, fái leikskólavist í tveimur leikskólum samtímis.

Nánar...

04. jún. 2013 : Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

Hugmyndir

Fjórði og síðasti fundurinn í morgunverðarfundaröð um menntun innflytjenda í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar, verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er: Þjónusta sérfræðinga við nemendur með íslensku sem annað tungumál.

Nánar...

03. jún. 2013 : Skemmtilegar hugmyndir í Nýsköpunarkeppni grunnskóla

NKG2013

Sunnudaginn 26. maí fóru fram úrslit Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda í 21. sinn. Um 3.000 hugmyndir frá 44 grunnskólum víða um land bárust í keppnina. Fimmtíu og þrír þátttakendur voru valdir í úrslitakeppni og af þeim hlutu átján verðlaun fyrir hugmyndir sínar.

Nánar...