Fréttir og tilkynningar: maí 2013

Fyrirsagnalisti

31. maí 2013 : Eitt ár til sveitarstjórnarkosninga

kosningar

Í dag, 31. maí, er nákvæmlega ár til næstu sveitarstjórnarkosninga, sem lögum samkvæmt fara ávallt fram síðasta laugardag í maí sem ekki ber upp á hvítasunnuhelgi. Kjördagur verður því 31. maí 2014. Við sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru 29. maí 2010 voru sveitarfélögin 76 að tölu. Það sem af er kjörtímabilinu hafa orðið tvær sameiningar sveitarfélaga.

Nánar...

30. maí 2013 : Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og sveitarfélögin

rikisstjorn-sdg

Að afloknum alþingiskosningum í apríl sl. var öllum þingmönnum sent bréf frá sambandinu með upplýsingum um helstu áherslur sambandsins í samskiptum þess við Alþingi og ríkisstjórn. Eru þær hluti af ítarlegri stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gildir fyrir árin 2011-2014.

Nánar...

29. maí 2013 : Úthlutað úr Sprotasjóði skólaárið 2013-2014

SIS_Skolamal_760x640

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2013-2014. Alls bárust 115 umsóknir til sjóðsins og fengu 40 verkefni styrk að upphæð rúmlega 45. millj. kr.

Nánar...

22. maí 2013 : „Góð menntun er gulls ígildi“

growth

Næsti morgunverðarfundur í morgunverðarfundaröð um menntun innflytjenda í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar, verður haldinn föstudaginn 31. maí kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er „Góð menntun er gulls ígildi“ - innflytjendur með takmarkaða formlega menntun.

Nánar...

22. maí 2013 : Kjarasamningur og vinnumarkaður á Norðurlöndum

Kynning-vinnumarkadur

Fulltrúar heildarsamstaka á almennum og opinberum vinnumarkaði kynntu skýrslu vinnuhóps samtakanna um fyrirkomulag kjarasamninga á Norðurlöndum þriðjudaginn 21. maí síðastliðinn. Skýrslan er samantekt vinnuhópsins sem aflað var með heimsókn til Danmörku, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar þar sem fundað var með fulltrúum launþegasamtaka, vinnuveitenda og embættis ríkissáttasemjara.

Nánar...

17. maí 2013 : Málþing um haf- og strandsvæðaskipulag

Skipulagsstofnun

Skipulagsstofnun í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða stendur fyrir málþingi um haf- og strandsvæðaskipulag mánudaginn 27. maí nk. í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Á fundinum munu m.a. Áslaug Ásgeirsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Bates háskólann í Lewiston, Maine, fjalla um rannsókn sína þar sem hún leitast við að greina hvernig lönd semja um skiptingu gæða milli landhelgissvæða og hvernig nota megi hafskipulag til að leysa ágreining um stjórnun sameiginlegra auðlinda.

Nánar...

10. maí 2013 : Fundaröð um menntamál innflytjenda

growth
Vakin er athygli á upplýsingum á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis um morgunverðarfundi um menntun innflytjenda. Fundaröðin er afrakstur af HringÞingi innflytjenda, sem haldið var 14. september 2012 í samstarfi ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar. Nánar...

03. maí 2013 : Kynning á frumvarpi til laga um tónlistarskóla

Trompetleikari_litil

Eitt af stjórnarfrumvörpum mennta- og menningarmálaráðherra á þingmálaskrá ríkisstjórnar fyrir 141. löggjafarþing var frumvarp til laga um tónlistarskóla. Frumvarpið er byggt á tillögu nefndar um endurskoðun laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, sem kynnt var í opnu samráðsferli á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 25. janúar til 6. febrúar 2013, þar sem almenningi var gefinn kostur á að senda inn athugasemdir eða ábendingar um efni frumvarpstillögunnar.

Nánar...

02. maí 2013 : Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

growth

Annar morgunverðarfundurinn í fundarröð um menntun innflytjenda verður haldinn í fyrramálið, föstudaginn 3. maí, á Grand hótel í Reykjavík. Hefst fundurinn kl. 8 og er fyrirhugað að hann standi fram til kl. 10.00. Að þessu sinni er fundurinn undir yfirskriftinni Virkt tvítyngi – íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna. Fundurinn er öllum opinn en þátttökugjald er 2.300 krónur og fer skráning fram á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Nánar...