Fréttir og tilkynningar: apríl 2013

Fyrirsagnalisti

30. apr. 2013 : Samskipti skóla og trúfélaga á öllum skólastigum

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði hinn 4. október 2012 starfshóp til þess að leggja fram tillögur um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Starfshópurinn var skipaður hagsmunaaðilum sem tilnefndir voru af Biskupsstofu, Heimili og skóla, Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Siðmennt auk fulltrúa ráðuneytisins.

Nánar...

23. apr. 2013 : Innleiðing á breytingum í skólastarfi samkvæmt nýjum námskrám

Nemendur

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út áætlun um innleiðingu á breytingum í skólastarfi í samræmi við nýjar námskrár. Þar er gerð grein fyrir helstu verkefnum fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig til vorannar 2015 en þá er miðað við aðnámskrárnar taki að fullu gildi. Þessi áætlun tekur einungis til sérverkefna, sem skipulögð er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og varða beint innleiðinguna. Hafa ber því í huga að til viðbótar eru ýmis önnur verkefni bæði á vegum ráðuneytisins og annarra sem vinna að og styðja við innleiðinguna, þar á meðal að vinna að nýrri vinnutímaskilgreiningu kennara.

Nánar...

11. apr. 2013 : Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2013

Hnotturinn_vef

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2013. Alls bárust umsóknir um styrki til 172 verkefna frá 77 umsækjendum upp á ríflega 83 millj. króna. Ákveðið var að veita styrki til 167 verkefna og nam heildarfjárhæð styrkloforða kr. 35.701.000. Bréf með niðurstöðu úthlutunar hafa verið send umsækjendum.

Nánar...

04. apr. 2013 : Grænn opinber rekstur

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640
Hversu grænn er opinber rekstur í dag? Hvernig geta ríkisstofnanir og sveitarfélög náð betri árangri og fjárhagslegum ávinningi með því að innleiða vistvæna hugsun í starfsemi sína? Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fjármála og efnahagsráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til morgunverðarfundar á Grand hótel Reykjavík, miðvikudaginn 10. apríl kl. 8-10. Nánar...

03. apr. 2013 : Skák eflir skóla

SkakLagafellsskoli

Þann 2. janúar 2013 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra nefnd sem var falið að kanna kosti skákkennslu í grunnskólum með sérstakri áherslu á áhrif skákkennslu á námsárangur og félagslega færni barna. Nefndinni var falið að kortleggja stöðu skákkennslu í grunnskólum á Íslandi, afla gagna og vitnisburða og rýna í alþjóðlegar rannsóknir á áhrifum skákiðkunar í skólum.

Nánar...