Fréttir og tilkynningar: febrúar 2013

Fyrirsagnalisti

28. feb. 2013 : Kynning á nýrri skipulagsreglugerð nr. 90/2013

skipulag_minni

Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun kynna nýja skipulagsreglugerð á fimm stöðum um landið nú í mars. Á fundinum munu fulltrúar Skipulagsstofnunar og ráðuneytisins gera grein fyrir nýrri skipulagsreglugerð og svara fyrirspurnum. Gert er ráð fyrir tveggja klukkustunda fundi fyrir kynningu og umræður og er fundurinn öllum opinn.

Nánar...

26. feb. 2013 : Mótun nýrrar stefnu um upplýsingasamfélagsins 2013-2017

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar stefnu um upplýsingasamfélagið sem taka mun gildi 2013. Í stefnumótunarferlinu verður dreginn lærdómur af og byggt á framangreindum átaksverkefnum og þeim ábendingum sem fram komu í mati á framkvæmd stefnunnar 2008-2012.

Nánar...

18. feb. 2013 : Framtíðarþing um farsæla öldrun

happy-old-people

Fimmtudaginn 7. mars kl. 16.30-20.30 verður haldið Framtíðarþing um farsæla öldrun sem er samvinnuverkefni nokkurra aðila sem áhuga hafa á málefnum aldraðra. Þingið verður haldið í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundarfyrirkomulagið byggir á sömu hugmyndafræði og notuð var á Þjóðfundi árin 2009 og 2010. Unnið verður á 8-9 manna borðum og á hverju borði verður borðstjóri.

Nánar...

18. feb. 2013 : Mat á hæfi bjóðenda við útboð opinberra aðila á verkframkvæmdum

mappa

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að gefin hafa verið út viðmið um hæfi þeirra aðila sem bjóða í verkframkvæmdir. Viðmiðunum er ætlað að gilda við verkframkvæmdir á vegum opinberra aðila, þ.e. á vettvangi ríkis og sveitarfélaga.

Nánar...

14. feb. 2013 : Niðurstaða forsendunefndar kjarasamninga

Forsendunefnd

Þann 13. febrúar skilaði forsendunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi aðildarfélaga ASÍ, BHM, BSRB og KÍ v. SÍ, FSL, FT og FL, niðurstöðu sinni varðandi viðbrögð við breytingu kjarasamninga á almennum markaði.  Samkvæmt henni verða eftirfarandi breytingar gerðar á kjarasamningum starfsmanna sveitarfélaga:

Nánar...

13. feb. 2013 : Umsögn um frumvarp til náttúrverndarlaga

umhverfiogaudlindir

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsögn sína um frumvarp til náttúruverndarlaga.

Nánar...

07. feb. 2013 : Liðsstyrkur fer afar vel af stað

Lidsstyrkur.is

Atvinnuátaksverkefnið Liðsstyrkur hefur farið afar vel af stað. Um 600 störf hafa nú þegar verið skráð í starfabankann, þar af hefur Reykjavíkurborg skráð um 150 störf, Kópavogur um 100 og sveitarfélög á Suðurnesjum um 50. Eru það fleiri störf en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Viðbrögð atvinnurekenda á almennum markaði og opinberra aðila hafa verði mjög góð og störfin afar fjölbreytt.

Nánar...

07. feb. 2013 : Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing til starfa á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem meðal annars varða skólamál, málefni félagsþjónustu sveitarfélaga og umhverfis- og skipulagsmál og túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga. Nánar...

06. feb. 2013 : Dagur leikskólans haldinn í sjötta sinn

Dagur-leikskolans

Miðvikudaginn 6. febrúar var dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í sjötta sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmið dagsins er að beina sjónum að leikskólanum og því gróskumikla fagstarfi sem þar fer fram.

Nánar...

06. feb. 2013 : Samstarfsverkefni um útgáfu handbókar um ADHD og farsæla skólagöngu

ADHDhandbok

Að frumkvæði Samráðshóps um aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem starfaði á árunum 2009 til 2011  var gefin út handbók um ADHD og farsæla skólagöngu. Samráðshópurinn starfaði á vegum velferaðrráðuneytisins í  samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 2