Fréttir og tilkynningar: janúar 2013

Fyrirsagnalisti

31. jan. 2013 : Gangur kjaraviðræðna við Félag grunnskólakennara

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Kjaraviðræður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) við Félag grunnskólakennara (FG) hafa staðið yfir með hléum frá því í lok ágústmánaðar 2011. Kjaraviðræðurnar hafa verið vandasamt og yfirgripsmikið verkefni, sem byggst hefur á ýtarlegri greiningarvinnu og umræðu aðila. Samt sem áður er samningur milli aðila ekki enn í sjónmáli.

Nánar...

31. jan. 2013 : Dagur leikskólans - 6. febrúar

Leikskolaborn_litil

Miðvikudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í sjötta sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Nánar...

25. jan. 2013 : Kynning á tillögu nefndar um frumvarp til laga um tónlistarskóla

Trompetleikari_litil

Nefnd um endurskoðun laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, nr. 75/1985, hefur lokið störfum og afhent Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, tillögu sína að frumvarpi til laga um tónlistarskóla.Frumvarpstillagan fer nú í opið samráðsferli á vef ráðuneytisins til þess að gefa öllum kost á að kynna sér efni hennar og beina athugasemdum sínum og ábendingum til ráðuneytisins. Veittur er frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin til 6. febrúar 2013.

Nánar...

24. jan. 2013 : Norræna ráðherranefndin veitir starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga styrki til námsferða og mannaskipta á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum

pohja-balti_mobiilsusprogramm

Starfsmenn sveitarfélaga geta nú sótt um styrki til mannaskipta og námsferða til Norrænu ráðherranefndarinnar. Tilgangurinn er að  efla samvinnu og þekkingamiðlun og tengslanet Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna þriggja. Umsóknarfrestur er til 30. mars 2013.

Nánar...

22. jan. 2013 : Endurbirt útgáfa að samþykkt um ritun fundargerða

Nam

Innanríkisráðuneytið hefur endurútgefið leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna. Markmið leiðbeininganna er að veita leiðsögn um ritun fundargerða sveitarstjórna, m.a. um hvað þar er skylt að bóka, um staðfestingu þeirra þegar að loknum fundi og skráningu og meðferð rafrænna fundargerða, sbr. 2. mgr. 19. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Nánar...

22. jan. 2013 : Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla 2013

Grunnskoli

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla árið 2013. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 segir að samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði skuli lögð fyrir alla nemendur í 4. og 7. bekk grunnskóla. Jafnframt er kveðið á um að nemendur 10. bekkjar skuli á fyrri hluta skólaársins þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði.

Nánar...

22. jan. 2013 : Menntadagur iðnaðarins

Menntadagur iðnaðarins verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 24. janúar kl. 9.00-12.00. Að þessu sinni er yfirskrift dagsins „Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni“ eða GERT, sem er heiti aðgerðaráætlunar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni.

Nánar...

17. jan. 2013 : Málþing um gróðurelda - upptökur komnar á vefinn

Sinubruni_i_Oslandi_009

Málþing um gróðurelda stendur nú yfir í Hjálmakletti í Borgarnesi. Fyrirhugað var að senda beint út frá málþinginu en tæknilegir örðugleikar á fundarstað hafa ekki gefið færi á því en unnið er að úrlausn þeirra mála. Málþingið er engu að síður tekið upp og verður sett á vef sambandsins um leið og hægt er. Vænta má þess að upptaka frá málþinginu verði tiltæki í dag eða í síðasta lagi í kvöld.

Nánar...

15. jan. 2013 : Frumvarp til stjórnskipunarlaga

Althingi_300x300p

Á nýju ári hefur sambandið sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf ásamt minnisblöðum og athugasemdum sem lúta flestar að því að ákvæði frumvarps til stjórnskipunarlaga, 415. mál hafi að geyma of ítarlegur efnisreglur, í stað þess að setja fram skýr og hnitmiðuð markmiðsákvæði sem löggjafanum og stjórnvöldum ríkis og sveitarfélaga ber að framfylgja.

Nánar...

11. jan. 2013 : Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Nemendur

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita fé til endurmenntunar kennara og stjórnenda grunnskóla. Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2013-2014. Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2013.

Nánar...
Síða 1 af 2