Fréttir og tilkynningar: 2013
Fyrirsagnalisti
Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu (desember 2013) er komið út

Stefnumótun og löggjöf Evrópusambandsins hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög í gegnum EES-samninginn. Áhrifin ná til flestra málaflokka sveitarfélaga, þó í mismiklum mæli sé. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, starfrækt skrifstofu í Brussel síðan 2006. Skrifstofan annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í Brussel og miðlar upplýsingum um Evrópumál til sveitarfélaga og sambandsins. Skrifstofan gefur m.a. út upplýsingarit tvisvar á ári.
Nánar...Samkomulag um hækkun hámarksútsvars

Eins og sveitarstjórnum á að vera kunnugt um var undirritað samkomulag í nóvember sl. um hækkun hámarksútsvars, úr 14,48% í 14,52%. Sambandið hefur ráðlagt þeim sveitarstjórnum, sem hyggjast nýta sér þessa heimild, að samþykkja hækkunina með fyrirvara um að lagabreyting næði fram að ganga á Alþingi.
Nánar...Jólakveðja frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga senda sveitarstjórnarmönnum og starfsmönnum sveitarfélaga góðar óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári með þakklæti fyrir gott og gefandi samstarf á árinu sem er að líða.
Nánar...Skýrsla um Skólaþing sveitarfélaga 2013 komin út

Skólaþing sveitarfélaga fór fram 4. nóvember 2013 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Skýrsla skólaþingsins er komin út. Þar gefur að líta helstu niðurstöður umræðuhópa sem störfuðu fyrir hádegi auk mats þátttakenda á þinginu, umgjörð þess, áherslum o.fl. Þær niðurstöður mun sambandið hafa til hliðsjónar m.a. við mótun samningastefnu sambandsins í kjaraviðræðum við kennara og stefnumörkunar í skólamálum fyrir næsta kjörtímabil.
Nánar...Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2014-2015

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2014-2015 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 185 umsóknir um námsleyfi skólaárið 2014-2015, þar af voru 162 fullgildar. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt væru 32 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 20% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að ýmsum fullgildum og áhugaverðum umsóknum varð að hafna.
Nánar...Staðbundið lýðræði og þróun í kjölfar falls Sovétríkjanna til umræðu hjá stefnumótunarnefnd CEMR

Stefnumótunarnefndin fundar venjulega tvisvar á ári en að þessu sinni sátu fundinn fyrir Íslands hönd Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og Jórunn Einarsdóttir, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum auk Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Guðrúnar D. Guðmundsdóttur, forstöðumanns Brussel-skrifstofu sambandsins.
Nánar...Tilkynning frá innanríkisráðuneytinu um fyrirhugaða hækkun hámarksútsvars

Innanríkisráðuneytið hefur sent tilkynningu til allra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Breytingarnar eru í samræmi við efni viðauka sem gerður hefur verið við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlaða, en viðaukinn felur í sér að ákvörðun um endanlega útsvarsprósentu sveitarfélaga vegna yfirfærslu þjónustunnar er frestað um eitt ár, til ársins 2014.
Nánar...Ný reglugerð um lánveitingar til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum
Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sett nýja reglugerð um lánveitingar Íbúðalánasjóðs (ÍLS), sem ætlaðar eru til byggingar eða kaupa á leiguíbúðum. Um er að ræða lánaflokk er lengi hefur verið við lýði og mörg sveitarfélög hafa sótt í til þess að fjármagna framkvæmdir á sviði húsnæðismála.
Nánar...Tölulegar upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk árið 2011

Velferðarráðuneytið hefur gefið út skýrsluna Þjónusta sveitarfélaga við fatlað fólk - Tölulegar upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk árið 2011. Hagstofa Íslands safnaði gögnunum frá sveitarfélögunum og annaðist úrvinnslu ásamt sérfræðingum velferðarráðuneytis.
Nánar...Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundar í Brussel

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í áttunda sinn í Brussel 18.-19. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða