Fréttir og tilkynningar: desember 2012

Fyrirsagnalisti

28. des. 2012 : Afgreiðsla og skil á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga 2013

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðuneytið hefur sent sveitarfélögum bréf þar sem fram kemur að sveitarfélög hafi frest til 15. janúar til að skila inn fjárhagsáætlunum fyrir árið 2013 og næstu þrjú ár þar á eftir. Í sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að sveitarfélög skuli skila innanríkisráðuneytinu fjárhagsáætlunum innan 15 daga frá afgreiðslu þeirra.

Nánar...

28. des. 2012 : Ný upplýsingalög taka gildi

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640
Ný upplýsingalög

voru meðal þingmála sem hlutu afgreiðslu fyrir jólahlé Alþingis. Frumvarpið hafði lengi verið til meðferðar enda fólust í því ýmis nýmæli sem skiptar skoðanir voru um, þótt almennt væri talið að endurskoðun laganna væri tímabær m.a. með tilliti til tækniþróunar.

Nánar...

28. des. 2012 : Ný bókasafnalög samþykkt

Althingi_300x300p

Alþingi hefur samþykkt ný bókasafnalög, sem m.a. taka til allra almenningsbókasafna sem rekin eru af sveitarfélögunum. Eldri lög um almenningsbókasöfn falla samhliða úr gildi. Frumvarpið var unnið í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og ráðgjafarnefnd um málefni almenningsbókasafna en í þeirri nefnd situr einn fulltrúi tilnefndur af sambandinu.

Nánar...

28. des. 2012 : Námskeið í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn sveitarfélaga

Háskóli Íslands

Dagana 21. janúar til 27. febrúar 2013 efnir Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við forsætisráðuneytið og Reykjavíkurborg til sex vikna námskeiðs í stjórnsýslurétti fyrir starfsmenn ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitarfélaga. Námskeiðið er einkum ætlað ólöglærðum starfsmönnum ríkisins og starfsmönnum sveitarfélaga sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana í stjórnsýslunni.

Nánar...

27. des. 2012 : Tillaga að nýjum stjórnarskrárákvæðum um stöðu sveitarfélaga - umsögn sambandsins

Althingi_300x300p

Sambandið hefur sent umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis um þá þætti í frumvarpi til stjórnskipunarlaga er varða stjórnskipulega stöðu sveitarfélaga. Umsögnin fjallar aðallega um VII. kafla frumvarpsins og álitaefni sem snúa að 2. gr. þess.

Nánar...

27. des. 2012 : Lengri frestur til að fjalla um stjórn og fundarsköp sveitarstjórna

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Alþingi hefur samþykkt þá breytingu á sveitarstjórnarlögum að framlengja frest í ákvæði til bráðabirgða um samþykktir um stjórn sveitarfélaga og fundarsköp sveitarstjórnar. Er frestur veittur til 30. júní 2013.

Nánar...

21. des. 2012 : Viðmið um söfnun hauggass á urðunarstöðum

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefur Umhverfisstofnun útbúið viðmið um hvenær krafist er söfnunar hauggass á urðunarstöðum.  Hægt er að nálgast viðmiðin á heimasíðu stofnunarinnar.

Nánar...

21. des. 2012 : Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðun og uppgjör framlaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2012.

Nánar...

20. des. 2012 : Úthlutun aukaframlags úr jöfnunarsjóði 2012

SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Innanríkisráðherra hefur gefið út reglur um ráðstöfun 350 milljóna króna aukaframlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2012. Reglurnar eru settar í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Aukaframlaginu er ætlað að koma til móts við þau sveitarfélög sem eiga í miklum fjárhagslegum erfiðleikum á árinu. Við útreikning framlagsins er meðal annars byggt á upplýsingum úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2011.

Nánar...

20. des. 2012 : Lagabreytingar samþykktar á Alþingi

Althingi_300x300p

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að þrjár mikilvægar lagabreytingar voru samþykktar á Alþingi í gær, 19. desember 2012. Eru það breyting á sveitarstjórnarlögum, lögum um gatnagerðargjald og skipulagslögum. 

Nánar...
Síða 1 af 2