Fréttir og tilkynningar: nóvember 2012

Fyrirsagnalisti

30. nóv. 2012 : Ráðstefnan „Samstarf er lykill að árangri“

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins, Mannvirkjastofnun, Arkitektafélag Íslands og Félag byggingarfulltrúa standa fyrir fundi í dag 30. nóvember í Árhúsum, Rangárþingi ytra, um nýja byggingareglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna samskipta innan byggingageirans. Um opinn fund er að ræða sem er ætlaður hönnuðum, tæknimönnum, iðnaðarmönnum, eftirlitsaðilum og öðrum áhugasömum.

Nánar...

29. nóv. 2012 : Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2013-2014

SIS_Skolamal_760x640

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2013-2014 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 185 fullgildar umsóknir um námsleyfi skólaárið 2013-2014. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt væru 35 námsleyfi. Aðeins var hægt að verða við um 19% þeirra beiðna sem fyrir lágu og því ljóst að ýmsum hæfum einstaklingum, með áhugaverðar umsóknir varð að hafna.

Nánar...

29. nóv. 2012 : Frumvarp til laga um heimild til rafrænna íbúakosninga lagt fram á Alþingi

Rfraen-samskipti

Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, með síðari breytingum. Frumvarpið er samið á vegum innanríkisráðuneytisins og í því er lagt til að ráðherra geti heimilað sveitarfélögum, að beiðni þeirra, að íbúakosning fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna íbúakosninga verði rafræn.

Nánar...

29. nóv. 2012 : Frumvarp til laga um afnám húsmæðraorlofs lagt fram

vintagehousewife

Sex þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um orlof húsmæðra nr. 53/1972 með síðari breytingum. Frumvarpinu er ætlað að fella úr gildi lög um orlof húsmæðra en þó er gert ráð fyrir því, í ákvæði til bráðabirgða, að sveitarfélög geti heimilað orlofsnefnd að starfa áfram til 1. maí nk. sé rekstrarfé í sjóðum nefndarinnar.

Nánar...

28. nóv. 2012 : Dagur íslenskrar tónlistar

Trompetleikari_litil

Dagur íslenskrar tónlistar er laugardaginn 1. desember nk. Af því tilefni verður verkefnið „Syngjum saman“, sem hleypt var af stokkunum í fyrra endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með í þremur skemmtilegum lögum. Þar sem dagur íslenskrar tónlistar lendir nú á laugardegi verður hann haldinn hátíðlegur degi fyrr, föstudaginn 30. nóvember, þannig að sem flestir geti tekið þátt – þar með taldir skólar og tónmenntaskólar.

Nánar...

28. nóv. 2012 : Málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Málþing Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi verður haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ fimmtudaginn 6. desember nk. undir yfirskriftinni „Í kör? – Nei takk!". Fjallað verður um tækifæri og framtíð eldra fólks á Íslandi. Meðal frummælenda á fundinum verða Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri í Kópavogi. Fundarstjóri verður Unnur V. Ingólfsdóttir, félagsmálastjóri Mosfellsbæjar.

Nánar...

22. nóv. 2012 : Vinnufundur um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu

pusl

Vinnufundur velferðarráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Landssamtökin Þroskahjálp um reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu verður haldinn í fundarsal velferðarráðuneytisins (Verinu 3. hæð) í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, föstudaginn 7. desember nk. Á vinnufundinum verður m.a. fjallað um hvernig gengið hefur að vinna að framkvæmd verkefnsins, hver álitamálin eru og hvað þarf að gera betur!

Nánar...

20. nóv. 2012 : Fyrirmyndir að samþykkt um stjórn sveitarfélaga og ritun fundargerða

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga. Fyrirmyndin er gerð á grundvelli 9. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Gildir sú fyrirmynd þar til ráðuneytið hefur staðfest sérstaka sambærilega samþykkt fyrir sveitar­félag. Fyrirmyndinina má finna á vef innanríkisráðuneytisins.

Nánar...

16. nóv. 2012 : Námskeið um framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks

namskeid15112012

Fimmtudaginn 15. nóvember var haldið námskeið um framkvæmdaáætlanir í málefnum fatlaðs fólks. Fjallað var um hvaða þættir geri slíkar áætlanir árangursríkar, hvað beri að varast og hvernig eftirfylgni með árangri þeirra er best háttað. Umfjöllunin byggði á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem bíður fullgildingar af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Nánar...
Síða 1 af 3