Fréttir og tilkynningar: september 2012

Fyrirsagnalisti

28. sep. 2012 : Fjárhagsstaða sveitarfélaga er almennt viðunandi

DSC00237a

Í erindi Guðjóns Bragasonar á fjármálaráðstefnu í morgun þar sem hann fjallaði um innleiðingu nýrra sveitarstjórnarlaga og reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga kom fram að almennt er fjárhagsstaða sveitarfélaga viðunandi

Nánar...

28. sep. 2012 : Seinni dagur fjármálaráðstefnu

DSC00252a

Síðari dagur fjármálaráðstefnu sveitarfélaga er í dag. Að þessu sinni er ráðstefnan tvískipt. Í A-hluta er fjallað um kynjaða hagstjórn, atvinnuleysi, flutning málefna fatlaðs fólks, breytta fjármálastjórnun og um heildarstjórnun sveitarfélaga. En í B-hluta er fjallað um innleiðingu nýrra sveitarstjórnarlaga, eftirlitsnefnd sveitarfélaga, hlutverk Lánasjóðs sveitarfélaga, endurskoðun ársreikninga, upplýsingaveitu sveitarfélaga og innleiðingu rafrænna viðskipta.

Nánar...

27. sep. 2012 : Viðsnúningur í efnahagslífinu

Steingrimur

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, flutti ræðu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á þrjá meginpunkta; Tilurð nýs atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, viðsnúning í efnahagslífinu og aðgerðir til að styðja við og efla vöxt hagkerfisins.

Nánar...

27. sep. 2012 : Endalok höfuðborgarstefnunnar

DSC00248a

Dr. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, flutti áhugavert erindi á fjármálaráðstefnunni þar sem hann fjallaði um endalok höfuðborgarstefnunnar. Rakti hann uppgang höfuðborgarinnar frá árinu 1801 og fram til okkar dags og taldi að höfuðborgarstefnan hafi byggst fyrst og fremst á því að flytja allar helstu stofnanir landsins til Reykjavíkur, nefndi hann m.a. háskólana, sjúkrahúsin og bankana í því sambandi.

Nánar...

27. sep. 2012 : Auka þarf skilning á þörfum beggja stjórnsýslustiga

DSC00278a

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, flutti erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú í morgun. Karli varð tíðrætt um samskipti ríkis og sveitarfélaga og nefndi m.a. að með lögbindingu kostnaðarmats allra lagafrumvarpa, reglugerðardraga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla er áhrif hafa á fjárhag sveitarfélaganna hafi verið stigin stór skref í jákvæða átt í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Einnig hafa fjármálareglur fyrir sveitarfélögin verið lögfestar og er það gott.

Nánar...

27. sep. 2012 : Samskipti ríkis og sveitarfélaga í samningsferli

DSC00258a

Oddný G. Harðardóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, var ósátt við ýmislegt í ræðu Halldórs Halldórssonar formanns sambandsins á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem sett var í dag.

Nánar...

27. sep. 2012 : Fjármálaráðstefnan sett

DSC00236a

Halldór Halldórsson var harðorður í garð fjármálaráðuneytisins í setningarræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem var sett rétt í þessu. "Fjármálaráðuneytið hefur þrátt fyrir ítrekuð mótmæli og beiðnir sambandsins um lausn, komist upp með það að greiða ekki til sveitarfélaganna sem nemur fjárframlögum janúarmánuðar 2011 vegna þjónustu við fatlað fólk."

Nánar...

26. sep. 2012 : 40. fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Fjarmala

Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður sett á morgun fimmtudaginn 27. september og stendur til föstudagsins 28. september. Að þessu sinni fer ráðstefnan fram í Silfurbergi í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga er nú haldin í 40. sinn, en ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 1973.

Nánar...

26. sep. 2012 : Auglýsing um tillögu að landsskipulagsstefnu

skipulag_minni

Í samræmi við 6. mgr. 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 auglýsir Skipulagsstofnun hér með tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 ásamt umhverfisskýrslu.

Nánar...

25. sep. 2012 : Sáttmáli SÞ um réttindi fólks með fötlun - málþing um innleiðingu og eftirlit

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Fimmtudaginn 11. október 2012 mun Öryrkjabandalag Íslands bjóða til málþings í samstarfi við innanríkisráðuneytið, velferðarráðuneytið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands.

Nánar...
Síða 1 af 2