Fréttir og tilkynningar: ágúst 2012

Fyrirsagnalisti

24. ágú. 2012 : Starf sérfræðings í skólamálum

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í skólamálum á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins. Starf sérfræðings felst m.a. í að starfa ásamt skólamálafulltrúa sambandsins og skólamálanefnd, að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem einkum varða leik-, grunn- og tónlistarskóla, og vinna að hagsmunagæslu fyrir hönd sveitarfélaga á þeim sviðum.

Nánar...

22. ágú. 2012 : Nýsköpunarverkefni í sveitarfélögum

Nyskopun
Athygli sveitarfélaga er vakin á því að í ágúst og september leggur www.nyskopunarvefur.is áherslu á að kynna nýsköpunarverkefni í sveitarfélögum og vísar á tengla um slík árangursrík verkefni hérlendis  og erlendis. Jafnframt er bent á að sveitarfélög geta tilnefnt verkefni til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu til 21. september nk. Nánar...

22. ágú. 2012 : Námstefna á Akureyri 12. október

Hnotturinn_vef

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélag Íslands efna til sameiginlegrar námsefnu á Akureyri 12. október nk. Er það liður í því að efla tengsl og samskipti milli stjórnenda skóla í sveitarfélögum, skólaskrifstofa, sveitarstjórna og forsvarsmanna skóla- og fræðslunefnda.

Nánar...

22. ágú. 2012 : Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – umsóknarfrestur er til 10. september

Reykjavik-006

Sveitarfélög eru minnt á að frestur til að senda inn umsóknir til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er til og með 10. september nk.

Nánar...

21. ágú. 2012 : Hringþing um menntamál innflytjenda

pusl
Föstudaginn 14. september n.k. verður í Rúgbrauðsgerðinni haldið HringÞing um menntamál innflytjenda á öllum skólastigum og í  fullorðinsfræðslu. Skráning á HringÞingið er opin til 10. september, eða svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Nánar...

20. ágú. 2012 : Handbók um reikningsskil og fjármál sveitarfélaga

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út á vefnum Handbók um reikningsskil og fjármál sveitarfélaga. Í handbókinni er yfirlit um öll lög og reglugerðir er varða reikningsskil og fjármál sveitarfélaga auk annars efnis sem tengjast fjármálum sveitarfélaganna.

Nánar...

16. ágú. 2012 : Lærum hvert af öðru - virkjum grunnþættina

Nam
Málþing mennta- og menningarmálaráðuneytis í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands  um grunnþætti í nýrri menntastefnu verður haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 31. ágúst nk. Nánar...

09. ágú. 2012 : Framlengdur umsagnarfrestur vegna landsáætlunar um úrgang

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn umsögnum um drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir tímabilið 2013-2024, til 10. september nk.

Nánar...