Fréttir og tilkynningar: júní 2012

Fyrirsagnalisti

27. jún. 2012 : Bráðabirgða uppgjör A-hluta sveitarsjóða

Frettabref-3_2012

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur sent frá sér fréttabréf þar sem fjallað er um bráðabirgðauppgjör A-hluta ársreiknings sveitarfélaga fyrir árið 2011. Meðal þess sem fram kemur í fréttabréfinu er að heildartekjur sveitarfélaga hafi vaxið á árinu 2011, m.a. vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks og launahækkana vegna kjarasamninga. Þá hefur veltufé frá rekstri vaxið í heildina tekið frá fyrra ári.

Nánar...

26. jún. 2012 : Reykjavíkurborg samþykkir aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

reykjavik

Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 19. júní sl. Hún miðar að því að nýta sem best þær leiðir sem Reykjavíkurborg hefur yfir að ráða til að fyrirbyggja ofbeldi og styðja við þolendur ofbeldis. Í henni felast aðgerðir um aðstoð

Nánar...

25. jún. 2012 : Kosið um sameiningu Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness

Alftanes_Gardabaer

Atkvæðagreiðsla um sameiningu Garðabæjar og Álftaness mun fara fram sama dag og ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs verður haldin.

Nánar...

25. jún. 2012 : Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks samþykkt á Alþingi

Althingi_300x300p

Þann 11. júní sl. samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Framkvæmdaáætlunin tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks auk annarra alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Þá tekur áætlunin einnig mið af þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við fatlað fólk og leggur áherslu á einstaklingsmiðun, fjölbreytni og stjórn fatlaðs fólks á eigin lífi.

Nánar...

11. jún. 2012 : Starf sérfræðings á kjarasviði

pusl

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á kjarasviði sambandsins. 

Starf sérfræðingsins felst m.a. í að vera lykilsérfræðingur kjarasviðs í kjarasamningum kennara, túlkun kjarasamninga og ráðgjöf til sveitarfélaga.

Nánar...

08. jún. 2012 : Um kjörtímabil oddvita og varaoddvita

Fyrirspurn
Sambandið hefur undanfarið fengið fyrirspurnir frá nokkrum sveitarfélögum um túlkun nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hvað varðar kjörtímabil oddvita og varaoddvita. Er almennt spurt hvort þörf sé á því að láta oddvitakjör fara fram á þessu ári, vegna þess að lögin kveða nú á um að kjörtímabil oddvita og varaoddvita sé jafnlangt og umboð sveitarstjórnar. Nánar...

05. jún. 2012 : Ráðstefna um grunnþætti í nýrri menntastefnu

Ungt-folk

Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands efna til ráðstefnu 31. ágúst nk. um grunnþætti í nýrri menntastefnu. Grunnþættirnir eru kynntir í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011.

Nánar...