Fréttir og tilkynningar: maí 2012

Fyrirsagnalisti

29. maí 2012 : Aðgangur útlendinga frá ríkjum utan EES að Íslandi

SIS_Althjodamal_760x640

Aðgangur útlendinga frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins að Íslandi verður til umfjöllunar á næsta fundi í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál. Fundurinn verður haldinn í Iðnó miðvikudaginn 30. maí kl. 9 til 10.30. Þetta er sjötti og síðasti fundurinn að sinni í fundaröð innanríkisráðuneytisins um hin ýmsu svið mannréttindamála.

Nánar...

24. maí 2012 : Tillaga um sameiningu lögð fyrir íbúa

gardabaer_nytt

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samþykkti samhljóða á fundi sínum fimmtudaginn 24. maí bókun þar sem fram kemur það álit nefndarinnar að fram eigi að fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu. Álit nefndarinnar ásamt greinargerð verður send bæjarstjórnum sveitarfélaganna tveggja sem er þar með skylt að hafa um það tvær umræður í bæjarstjórn án atkvæðagreiðslu, skv. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.

Nánar...

24. maí 2012 : Samkomulag um endurskipulagningu fjármála Sveitarfélagsins Álftaness

Alftaneslogo
Fjárhaldsstjórn Sveitarfélagsins Álftaness hefur náð samkomulagi um lækkun skulda og skuldbindinga sveitarfélagsins en fjárhaldsstjórnin hefur síðustu misseri unnið með sveitarstjórninni að endurskipulagingu fjármála sveitarfélagsins. Forsenda samkomulagsins er sameining sveitarfélaganna Álftaness og Garðabæjar. Nánar...

22. maí 2012 : Samvinna skóla og barnaverndar

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Barnaverndarstofa stendur fyrir ráðstefnu um Samvinnu skóla og barnaverndar á Grand hótel Reykjavík, 29. maí 2012, klukkan 8:00-16:15. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands, Samtök félagsmálastjóra, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Reykjavíkur.

Nánar...

11. maí 2012 : Úthlutað úr Sprotasjóði

SIS_Skolamal_760x640

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2012-2013 og hafa allir styrkþegar fengið formlegt svarbréf.  Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Nánar...

11. maí 2012 : Könnun meðal skólastjóra grunnskóla á dagsetningum samræmdra könnunarprófa

Fyrirspurn

Á undanförnum árum hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti og Námsmatsstofnun, sem sér um framkvæmd prófanna, fengið nokkrar kvartanir frá skólastjórum um að dagsetningar samræmdra könnunarprófa í september hafi rekist á við aðra viðburði í viðkomandi sveitarfélagi og þá fyrst og fremst réttir í dreifbýli.

Nánar...

03. maí 2012 : Umsögn um þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða

Raflínur

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál, að lokinni umfjöllun stjórnar sambandsins um málið.

Nánar...

03. maí 2012 : Erindi frá samráðsfundi Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga var að þessu sinni haldinn á Hellu dagana 26.-27. apríl 2012. Fundurinn var ágætlega sóttur af hálfu sveitarfélaga enda var dagskráin fjölbreytt og áhugaverð. Einnig var hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 2