Fréttir og tilkynningar: mars 2012

Fyrirsagnalisti

29. mar. 2012 : Ungmennaráð sveitarfélaga

Ungt-folk

Í æskulýðslögum nr. 70/2007 er kveðið á um að sveitarfélög skuli hlutast til um að stofna ungmennaráð og eru þau hugsuð til að vera sveitarstjórnum til rágjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi og til að kynna lýðræðisleg vinnubrögð fyrir ungu fólki. Frá því að lögin tóku gildi hafa mörg sveitarfélög stofnsett ungmennaráð og í dag er 31 sveitarfélag með ungmennaráð.

Nánar...

28. mar. 2012 : Átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Ungt-folk

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu velferðarráðherra um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur næsta sumar. Áætlað er að verja allt að 383 milljónum króna í heild til verkefnisins. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins og sveitarfélög.

Nánar...

28. mar. 2012 : Upplýsingar um afsláttarreglur fasteignaskatta hjá elli- og örorkulífeyrisþegum

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingadeild hefur tekið saman upplýsingar um afsláttarreglur fasteignaskatta hjá elli- og örorkulífeyrisþegum fyrir árið 2012. Teknar voru saman upplýsingar frá sveitarfélögum sem voru með fleiri en 300 íbúa. Samtals voru þetta 58 sveitarfélög.

Nánar...

23. mar. 2012 : Mál tónlistarskólanna í óásættanlegri stöðu

Halldor
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga fór hörðum orðum um þá stöðu sem tónlistarskólarnir eru í eftir samkomulag sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga á vordögum 2011. Í samkomulaginu var gert ráð fyrir að ríkið  tæki að sér að standa undir útgjöldum vegna framhaldsnáms í söng og hljóðfæraleik auk miðstigs í söngnámi. Nánar...

22. mar. 2012 : Sambandið telur frumvarp til úrgangslaga ekki tilbúið til framlagningar

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent umhverfisráðuneytinu umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, sem umhverfisráðherra hyggst leggja fram á Alþingi á næstunni.Í umsögn sambandsins eru gerðar veigamiklar athugasemdir við fjölmörg atriði í frumvarpinu. Sérstaklega leggur sambandið áherslu á að skilgreina þurfi hlutverk og skyldur sveitarfélaga á fullnægjandi hátt og að hnykkja þurfi á því að hér er um almannaþjónustu að ræða en ekki samkeppnisrekstur.

Nánar...

22. mar. 2012 : Landsþing 2012

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, það XXVI. í röðinni verður haldið að ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK NATURA á morgun föstudaginn 23. mars og hefst það kl. 9:30. Skráning landsþingsfulltrúa hefst kl. 8:45. Áréttað er að þingið hefur verið fært yfir á gamla Hótel Lofleiðir.

Nánar...

16. mar. 2012 : Kynningarfundur um notkun byggingaupplýsingalíkana (BIM)

skipulag_minni

BIM Ísland stendur fyrir kynningarfundi um notkun (BIM) upplýsingalíkana við mannvirkjagerð þann 22. mars 2012 í Laugardalshöll, fundarsal 1 - inngangur A

Nánar...

16. mar. 2012 : Skólaganga fósturbarna og viðurkenning grunnskóla

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sent út til umsagnar tvenn reglugerðardrög vegna laga um grunnskóla nr. 91/2008. Annars vegar er um að ræða breytingar á reglugerð við 43. gr. laganna um viðurkenningu á grunnskólum sem reknir eru af öðrum aðilum en sveitarfélögum með viðbótum um skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan, skv. heimild í 46. gr. laganna. Hins vegar er ný reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum, skv. nýrri heimild í framangreindum lögum.

Nánar...

12. mar. 2012 : Lýsing landskipulagsstefnu 2013-2024

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Skipulagsstofnun hefur tekið saman lýsingu á gerð landsskipulagsstefnu og umhverfismati sbr. reglugerð um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011. Stofnunin auglýsir eftir athugasemdum og  ábendingum við lýsinguna og geta allir sem þess óska komið athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun innan þriggja vikna frá birtingu þessarar auglýsingar.

Nánar...
Síða 1 af 2