Fréttir og tilkynningar: janúar 2012

Fyrirsagnalisti

27. jan. 2012 : Samstarfssamningur um rannsóknarverkefni í leikskólum undirritaður

krakkar-i-skola

Bæjarstjórarnir í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi  undirrituðu þann 25. janúar samstarfssamning um rannsóknarverkefni í leikskólum. Jóhanna Einarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng) undirritaði samninginn fyrir hönd RannUng.

Nánar...

25. jan. 2012 : Leiðbeinandi reglur um þrjá þætti í þjónustu við fatlað fólk

mappa

Velferðarráðuneytið hefur gefið út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk. Leiðbeiningarnar taka til þjónustu stuðningsfjölskyldna, ferðaþjónustu auk styrkja til náms og tækjakaupa fatlaðs fólks.

Nánar...

24. jan. 2012 : NPA: Hugmyndafræði, framkvæmd, skipulag, samningar og fjármögnun.

PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Opin ráðstefna á vegum verkefnisstjórnar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) verður haldin á Icelandair Hótel Reykjavík Natura föstudaginn 10. febrúar 2012.

Nánar...

24. jan. 2012 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði

skolabragur

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Nánar...

24. jan. 2012 : Styrkir til stofnunar tengslaneta við Baltnesku ríkin

logo-norraena

Norræna ráðherranefndin styrkir námsferðir starfsmanna ríkis, sveitarfélaga og sveitarfélagasamtaka í norrænu og baltnesku ríkjunum til að kynna sér stjórnsýslu og stofna til gagnkvæmra tengslaneta. Ekki eru styrktar ferðir innan Norðurlandanna, heldur á milli þeirra og baltnesku ríkjanna.

Nánar...

23. jan. 2012 : Bæklingur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

SIS_Felagsthjonusta_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út bækling um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, en sveitarfélögum er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. 

Nánar...

20. jan. 2012 : Viðmið og verklagsreglur unnar á grundvelli reglugerðar um ábyrgð og skyldu

Nam
Reglugerð nr. 1040/2011

um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum var gefin út 7. nóvember sl. Gert er ráð fyrir að gefnar séu út verklagsreglur vegna 7.gr. og almenn viðmið vegna 9.gr. og skv. 13. grein er Sambandi íslenskra sveitarfélaga heimilt að taka saman leiðbeiningar.

Nánar...

20. jan. 2012 : Akureyrarkaupstaður með besta sveitarfélagavefinn 2011

Hugmyndir

Niðurstöður úttektar á opinberum vefjum voru kynntar á fundi í vikunni undir yfirskriftinni: Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011? Jafnframt var í fyrsta sinn veitt viðurkenning fyrir bestu vefina. Hlaut vefur Akureyrarbæjar viðurkenninguna besti sveitarfélagavefurinn 2011 og vefur Tryggingastofnunar viðurkenninguna besti ríkisvefurinn 2011.

Nánar...
Síða 1 af 2