Fréttir og tilkynningar: nóvember 2011

Fyrirsagnalisti

30. nóv. 2011 : Skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélaga 2011

Felagsthjonustuskyrsla

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út skýrslu sem nefnist „Félagsþjónusta sveitarfélaga árið 2011“. Í skýrslunni eru í fyrsta sinn dregnar saman og gefnar út svo yfirgripsmiklar upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélaga. Markmiðið með útgáfu skýrslunnar er að birta tölulegar upplýsingar um þennan mikilvæga málaflokk og gera þær aðgengilegar fyrir sveitarstjórnarmenn, starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga og aðra þá sem vilja fylgjast með því hvernig framkvæmd félagsþjónustunnar þróast.

Nánar...

29. nóv. 2011 : Minnisblað um forsendur fjárhagsáætlunar

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman minnisblað um forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Í minnisblaðinu er fjallað um ýmsa þá þætti sem hafa áhrif á forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga og er það von sambandsins að samantekt þessi komi að gagni við frágang fjárhagsáætlana sveitarfélaga. 

Nánar...

29. nóv. 2011 : Kosið um sameiningu Bæjarhrepps og Húnaþings vestra á laugardag

pusl
Kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra fara fram laugardaginn 3. desember næstkomandi. Kjörstaðir verða bæði á Hvammstanga og á Borðeyri. Nánar...

25. nóv. 2011 : Stofnfundur Sambands orkusveitarfélaga

Raflínur

Stofnfundur Sambands orkusveitarfélaga verður haldinn þann 25. nóvember í Turninum Firði Hafnarfirði kl. 14:00. Tilgangur sambandsins er fyrst og fremst sá að standa vörð um hagsmuni orkusveitarfélaga gagnvart ríkisvaldi og orkufyrirtækjum.

Nánar...

24. nóv. 2011 : Umsóknir um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála

pusl

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Nánar...

23. nóv. 2011 : Úttektir á leik- og grunnskólum

Nam

Mennta- og menningarmálamálaráðuneyti hyggst láta gera stofnanaúttektir á þremur leikskólum og þremur grunnskólum á vormisseri 2012, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og lög nr. 91/2008 um grunnskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir ráðuneytisins um úttektir á þessum skólastigum.

Nánar...

17. nóv. 2011 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um almannaþjónustu og orkunýtni

2010-11-26-forum-group-web

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt fjórða fund sinn í Brussel, 14.-15. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstiganna í EES EFTA löndunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Nánar...

14. nóv. 2011 : Árbók sveitarfélaga 2011 komin á vefinn

SIS_Fjarmal_sveitarfel_760x640

Árbók sveitarfélaga 2011 sem kom út í október sl. er nú komin inn á heimasíðu sambandsins. Í bókinni er að finna upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2010.

Nánar...

09. nóv. 2011 : Kaflaskil í innleiðingu grunnskólalaga

SIS_Skolamal_760x640

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt nýsetta reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Reglugerðin er aðgengileg á vefnum ásamt frétt ráðuneytisins þar sem sérstaklega er vikið að því nýmæli að allir skólar skuli hafa heildstæða stefnu til að fyrirbyggja einelti.

Nánar...

08. nóv. 2011 : Dagurinn í dag tileinkaður baráttunni gegn einelti

Dagur gegn einelti

Verkefnisstjórn sem Samband íslenskra sveitarfélaga átti aðila í, stóð í dag fyrir sérstökum degi gegn einelti.  Í tilefni dagsins var undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti í Höfða. Hér að neðan má lesa sáttmálann

Nánar...
Síða 1 af 2