Fréttir og tilkynningar: september 2011

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2011 : Aðstæður fatlaðs fólks: Aðbúnaður, þjónusta, viðhorf, líðan, sjálfræði

Hjólastóll

Miðvikudaginn 26. október nk. verður haldin opin ráðstefna á vegum velferðarráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Félagsvísindastofnun, Rannsóknarstofnun í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands undir yfirskriftinni  „Aðstæður fatlaðs fólks: Aðbúnaður, þjónusta, viðhorf, líðan, sjálfræði“.

Nánar...

30. sep. 2011 : Mannauðssjóður KSG stofnaður

Stofnun KGS 2011

Stofnfundur Mannauðssjóðs KSG var haldinn 29. september 2011.  Sjóðurinn er símenntunar- og mannauðssjóður  þriggja starfsmannfélaga í Kópavogi, á Suðurnesjum og í Garðabæ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

28. sep. 2011 : Skráning hafin á fjármálaráðstefnu 2011

Fjarmalaradstefna 2011

Skráning er hafin á Fjármálaráðstefna sveitarfélaga sem verður haldin dagana 13. og 14. október nk. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica í sölum A og B á jarðhæð hótelsins.

Nánar...

21. sep. 2011 : Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna

pusl

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna verður haldinn á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) í Reykjavík fimmtudaginn 6. október nk. Á fundinum verður m.a. farið yfir helstu áherslur sambandsins í skipulagsmálum og helstu verkefni á sviði skipulagsmála.

Nánar...

19. sep. 2011 : Ný sveitarstjórnarlög samþykkt á Alþingi

Althingi_300x300p

Eins og sveitarstjórnarmönnum er kunnugt samþykkti Alþingi 17. september sl. ný sveitarstjórnarlög. Verulegum áfanga er náð með samþykkt nýrra sveitarstjórnarlaga. Mikið verk er þó framundan, m.a. um frekari útfærslu og innleiðingu fjármálareglna með gerð aðlögunaráætlana til allt að tíu ára.

Nánar...

14. sep. 2011 : Lok tveggja ára samstarfsverkefnis

krakkar-i-skola

Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Jöfnunar­­­sjóður sveitarfélaga gerðu haustið 2009 með sér samstarfs­samning um ráðningu verkefnisstjóra til tveggja ára til að vinna að innleiðingu nýrra laga um leik- og grunnskóla.

Nánar...

13. sep. 2011 : Málþing um sjálfbærni í sveitarfélögum

SIS_Umhverfis_taeknimal_760x640

Samband íslenskra sveitarfélaga, í samvinnu við umhverfisráðuneytið, mun standa fyrir málþingi um sjálfbærni í sveitarfélögum fimmtudaginn 13. október nk. kl. 13 – 17 á Hótel Selfossi. Málþingið ber yfirskriftina: „Sjálfbær sveitarfélög - lífvænlegt umhverfi – félagslegt réttlæti  – ábyrg fjármálastjórn“.

Nánar...

13. sep. 2011 : Sveitarfélög útrými kynbundnum launamun

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn var í Kópavogi um helgina brýnir fyrir sveitarfélögum landsins að vinna markvisst að því að útrýma kynbundnum launamun.

Nánar...

13. sep. 2011 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps - upplýsingarit Brussel-skrifstofu, fyrri hluti 2011, er nú komið út

house-of-muncip-brussels

Stefnumótun og löggjöf Evrópusambandsins hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög í gegnum EES-samninginn. Áhrifin ná til flestra málaflokka sveitarfélaga, þó í mismiklum mæli sé. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, starfrækt skrifstofu í Brussel síðan 2006. Skrifstofan annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í Brussel og miðlar upplýsingum um Evrópumál til sveitarfélaga og sambandsins. Upplýsingarit skrifstofunnar um helstu nýmæli hjá ESB og EFTA á fyrri hluta þessa árs sem snerta sveitarfélög er nú komið út. 

Nánar...
Síða 1 af 2